Wednesday, November 19, 2008
Sauma?
Í myrkrinu í gær ákvað ég að taka aðeins til í saumadótinu mínu. Ég er svo heppin að hafa smá afdrep fyrir draslið mitt... sem er nóg af. Allskonar efnisbútar,tölur,borðar,blúndur,glimmer og glansmyndir upp um alla veggi, gólf og borð. Ætti ég kannski að sauma eitthvað? Uumm ég er að spá í að hugsa það aaaðeins lengur..bara svona 2 mánuði í viðbót. Sanka að mér fleiri bráðnauðsynlegum útsaumuðum púðum, hekluðum dúkum og rósóttum gardínum. Þangað til ég fæ nóg, held ég áfram að klippa,líma og taka myndir af allskonar dótaríi sem gleður mig svo mikið, þó það verði kannski aldrei af neinu sérstöku.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
7 comments:
ég elska líka glansmyndir og glingur, og get sagt það með glöðu geði að nú er ég lærisveinn þinn kollfinnur, þú ættir bara að sjá litla kassann minn það sem ég er byrjuð að safna mér allskyns glansmyndum, perlum, fjöðrum og e-i vitleysu sem ég veit ekkert hvað ég á að gera við hahaha
...en ég elska það samt ;)
Selmingur
"Seli,I am your father"..þetta byrja sakleysislega á einu boxi sem fljótlega verður að þremur boxum,svo kistli,kompu,íbúð og á endanum heilli blokk fullri af allskyns blúndum,glansmyndum og krappi sem enginn vill eiga nema við. Og þess vegna þyrftum við líka að búa þar saman af því allir væru löngu komnir með nóg af okkur. Svona eins og brjálaðar kattakonur..nema bara með blúndur..eða kannski kisur líka..æ,nei þú ert með ofnæmi en ókei þá bara fullt af glansmyndum sem fara ekkert úr hárum;)
Ohh ég get ekki beðið!!
Hljómar vel þessa búseta ykkar í framtíðinni hehe :D
Þessi síða þín Kolla gleður mig svo mikið, ég elska að kíkja hérna inn og skoða allt það fallega og skemmtilega sem þú ert svo dugleg að taka myndir af.
Mátt svo gjarnan sauma einhvern fallegan glimmer galla handa mér fyrir næstu helgi, diskóþema með Páli Óskari getur bara ekki klikkað !
knús og kram :*
hahahaha hljómar vel -is that a promise ef við verðum útilokaðar af okkar nánustu í framtíðinni hehe.
sé alveg fyrir mér kósíheitin í ellinni að þá loksins geri ég alveg e-ð ótrúlega vitsmunalegt með innihaldið, er það ekki fínt markmið?
þangað til mun ég sigra hvert boxið, kistilinn og kompuna með góssi ;)
Seli
Takk Fjóla fyrir að njóta;)Minnsta málið að skella í einn níðþröngan glimmergalla.Ertu að meina fyrir næstu eða þarnæstu? Ef það er fyrir þarnæstu gæti ég lánað þér palíettufínerí og látið Bjarka sigla með það...hvort ertu meira gull eða silfur.Ég er sko að meina það.
Selur við verðum sjúklega fleppaðir ellismellir, alltaf að föndra hárskraut og gardínukjóla með fjöðrum,gulli og glans og segja sjóndöprum og heyrnaskertum vinum okkar að þetta sé klárlega málið og láta þau vera í þessu á jólunum..trendsettarar framtíðarinnar ;)
xxx
Viltu sauma handa mér jólakjól? Bara svona fölbleikan blúndukjól með satín í mitti, púffermum og skósíðan?
Takk takk...Kem og sæki hann 22. des :)
Ég er búin að vera að bíða eftir þessari bón!
Á líka æðislegt ferskjubleikt efni sem ég má til með að sauma úr.Ég sauma bara annan úr því..mér finnst ég ekki hafa séð þig nógu mikið í ferskjubleiku...synd.
Post a Comment