Thursday, November 13, 2008

Prjónó






Hver hefði trúað því að saumó myndi nokkurn tíman breytast í prjónó? Það gerðist...eða svona næstum því. Viljinn var fyrir hendi en aðeins ein stóð uppi sem sigurvegari í innri styrk og prjónaði allan tímann.
Hinar gátu ekki gert tvennt í einu.

5 comments:

Anonymous said...

hahaha, já, þegar maður er í besta vina hópi og þarf að segja frá svo mörgu merkilegu þá kemst oft voða lítið annað að :D
En oh hvað ég vildi óska þess að ég kynni að prjóna, kannski ég bara taki það upp hjá sjálfri mér og læri bara að prjóna meðan ég bý hérna á Eyjunni góðu og hef nægan tíma fyrir óþarfa tímaeyðslu :D
Þú kannski sendir mér uppskriftina af húfunum fallegu sem þú prjónaðir svo mikið af, þá get ég látið börnin mín ganga með frumraunirnar ;)

Anonymous said...

p.s
ótrúlega girnileg hnallþóra og afskaplega fallegur hálsklútur :D

Augnablik said...

Mér var það alveg ómögulegt að prjóna...þurfandi bæði að borða dýrindis kræsingar og blaðra fullt;)
Þú lærir að prjóna í snatri...það er hægt að finna sér margt vitlausara að gera. Verst að það er engin uppskrift af þessum húfum sem ég prjónaði svo manískt um árið. Prjónar á hringprjóna og fellir svo af svona hér og þar..hehe já ég er rosa góð að leiðbeina.
Madre mia hvað hnallþóran var góð já og hálsklúturinn fagur.

Lopastraumar frá Íslandi;)

Anonymous said...

já það er ótrúlegt hvað maður er fjölhæfur..
ó sei sei.. ég segi svona

Augnablik said...

Það er engin lygi;)