Sunday, November 30, 2008
Metnaður
Hádegisboð, bazar,piparkökuhúsagerð og sunnudagsmatur á eftir.
Það vantaði ekki metnaðinn í frænkurnar 5 í skreytingunum og frændanum í því að borða kremið þegar hann vaknaði.Þegar pressan var orðin of mikil og sumir brotnuðu niður undan skreytingarálaginu og fóru bara að leika sér,tóku foreldrarnir við.
Þá fyrst sagði metnaðurinn til sín! Frizz átti sennilega vinninginn. Hann fann sig einstaklega vel í skreytihlutverkinu og talaði um að þetta minnti hann á bíla og flugvélamódelgerð forðum daga. sumsé algjört spaa. Byrjaði fyrstur að líma húsið saman og lauk keppni laaang síðastur..sannkallaður sigurvegari
Brenndir fingur (af sjóðheitu sykurlíminu)..við skreyttum endalaust.
Þemað átti ekkert skilt við naumhyggju.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
12 comments:
Já, það segiru satt, þetta er sko metnaður í lagi ! Hef bara ekki séð svona fallegt píparkökuhús og svona velskreyttar piparkökur bara aldrei held ég ;)
Alltaf svo gaman að hittast svona saman á aðventunni og gera e-ð æðislega skepptilegt sem fær sköpunnargáfurnar hjá öllum til að fara alveg á flug.
Ég elska aðventuna !!!!! (sagt með miklum miklum gleðitón og með stórt bros á vör, og klullan er ekki orðin 9 :D)
Faðmlög og kossar :*
Klukkan, klukkan er ekki orðin 9. Greinilega ekki þar sem maður skrifar bara einhverja vitleysi híhí ....
mmm litasprengja mmmm jólin!
nú er minn orðinn glaður að fá loksins að setja ofhlæðið af jóladóti upp, liti ljós og kerti útum allt, væri ekki verra að gera eitt stk. piparkökuhús, hvar fengu þið þetta?
og hvernig gerir maður sykurlím 8)
selmundur
Takk (F)Jóla..þetta eru sko myndir af 3 mismunandi húsum eftir mjög svo mikla listamenn og ég ætla frekar að segja klullan..miklu skemmtilegra;)
Já Seli elskar líka jólin og ég hlakka mikið til að sjá jólagleðina hjá þér.Þú verður svo að bæta við piparkökuhúsi(fæst bæði í Hagkaup og IKEA,lagði ekki í baksturinn;)Sykurlím er bræddur sykur..sjóðheitur og stórhættulegur!
Ást og hiti
xxx
úúúú alveg töfraformúla bara hahahaha
ok hlýt að geta græjað það :)
og já það skiptir engu máli að baka húsið, bara að skreyta það og horfa á það sem skiptir máli :D
jólajóla
Selur
p.s. er að spá að fara setja inn öll word verification orðin hérna inn þau eru misskemmtileg: poppla
Hehe..já þú ræður við þetta ég bara finn það á mér;)
Skreytaskreytaskreytaaaaa..já og auðvitað njóta.
Þessi orð geta komið skemmtilega á óvart. Ég fékk t.d.condomi áðan og flissaði eins og smákrakkinn sem ég er.
Kozzar
xxx
Æðisleg piparkökuhús... ég og Alexandra erum einmitt að fara að baka eitt stykki á eftir. Skelltum í deig í gær og létum það vera í ískáp yfir nótt. Þetta er svo mikil stemning... man að húsið okkar í fyrra var svo ofhlaðið glassúr og sælgæti en leit hið besta út... svo er svo ljúfengur ilmur af því :-)
Kv. Margrét
Vá bakaru það snillingur! Ég fór sko ekki alla leið það það en ilmurinn er samt ótrúlega lokkandi..eiginlega miklu betri en bragðið. Þess vegna keypti ég líka smá deig...þú veist til að fá lyktina.Ég er frekar leim þegar kemur að piparkökubakstri,held einhvernvegin að það sé svo mikið mál.Alveg eins og marens..treysti mér ekki í hann. Skreytingarnar eru hins vegar allt annað mál;)
xxx
hehehe.... nákvæmlega en það er ótrúlega lítið mál að mixa þetta... ég fékk bara mót hjá vinkonu minni og viti menn allt í einu komið þetta líka fína hús. Þetta er örugglega minna mál heldur en að rigga upp eins og einu dressi fyrir gott djamm!
kv. Margrét
Ég veit það nú ekki..þessi dress eru nú mis vönduð;)
Við verðum að hittast bara núna strax!..og nei ég er ekki með msn hehe
Kólus
ó jú Kolla mín... dressin eru beautiful... þú ert snilli...
Já ég veit að þú ert ekki með msn... en hvernig hljómar helgin??
kv. Margrét
Hehe þetta er msnið mitt...helgin hljómar dásamlega og nú hringi ég í þig, þó fyrr hefði verið!
xxx
Post a Comment