Tuesday, November 18, 2008

Klipp,klipp,klipp






Var heima í dag. Funi var sendur heim úr leikskólanum í gær eitthvað slappur. Notaði tækifærið og klippti lubbann sem var kominn niður á bak. Hann lék sér í bíló allan tíman og tók ekki eftir neinu. Klippti heila hrúgu af hári sem minnti mig á persónu úr Adamsfamily.
Ég beið eftir dagsljósi í allan dag..alveg fram á kvöld. Það kom enginn dagur í dag. Bara kvöld.
Bakaði muffins og fór með á bekkjarkvöld.

4 comments:

Anonymous said...

hahaha frábær þessi hárhrúga, og mikið var Funi duglegur að sitja kyrr ;)
virkar flottur að aftan a.m.k.
Selms

Augnablik said...

Já hann hefur aldrei setið svona kyrr enda gróf ég upp svo fína bíla sem ég átti þegar ég var lítil og voru nýjir fyrir honum.
Ég fíla hann reyndar lubbalegan þó frænkum hans finnist stundum nóg um að hárið sé komið niður á bak...þær ættu að verða sáttari núna ;)

Anonymous said...

ég var einmitt að segja við mömmu í dag að það væri enginn dagur hjá okkur..
Var sem sagt ekki ein um að finnast það.

Anonymous said...

Nei aldeilis ekki ein. Ég hef sjaldan upplifað það svona sterkt...en nú er dagur!;)