Monday, November 10, 2008

Höfuð,herðatré og...






Það er alltaf eitthvað að hverfa heima hjá mér og það er ekki bara í hausnum á mér...held ég. Hlutirnir bara gufa upp en birtast svo einhverntíman þegar ég er löngu hætt að leita og oft á undarlegustu stöðum.
Eins og til dæmis þessi kjóll. Fann hann á bak við sófa örugglega 3 vikum eftir hvarf.
Það eru til allskonar dæmi en það furðulega er að ég gleymi þeim eiginlega jafnóðum...eitthvað í hausnum á mér? Nauts!

Þessi herðatré hafa reyndar ekki horfið...ennþá. Enda man ég eftir þeim alveg frá því ég var pínulítil. Sérstaklega þessum með ævintýramyndunum. Hvernig gæti maður líka gleymt þeim?
"Baby" eru frá ömmu minni.

4 comments:

Anonymous said...

oo ég man sko eftir ævintýra herðatrjánum. því miður held ég samt að þau hafi flest horfið heima hjá mér :( eða þá að mamma faldi þau svo ég gæti ekki stolið þeim með mér í vesturbæinn... hhmmm
og b.t.w. þá elska ég þessa síðu!! :)

Bjarki said...

Takk Tóta mín.
He,he mamma þín hefur haft vit á því að fela gersemarnar til að hengja sitt eigið fínerí á...mamma mín var ekki nógu snör í snúningum ;)

Anonymous said...

Oh já, man sko eftir þessum herðatrjám, hvað ætli hafið orðið um mína ? Held ég ætti að kíkja í skápana hjá henni mömmu minni fyrst ég bý nú hérna um sinn :D

Það var sko bara gaman og gleðiegt að fá smá knús frá þér á tjúttinu, lyfti vel upp mínum munnvikum við gott knús :D Vona að þið stöllur hafið skemmt ykkur vel við tóna glis/glyskonungsins eina sanna.

Aldeilis mikið um að vera á þessari nýju síðu. Held bara að það skemmtilegasta sem ég veit er að skoða myndinar þínar og velkjast um í þessari fortíðarþrá með þér :D

Og ég trúi þér alveg þegar þú segir að það sé allt að gerast inní "heilanum" hehe, alveg viss um að þetta gerist bara allt á næstu mínútum ;)

Love you upp í topp :*

Augnablik said...

Já nú er sko tækifærið að fara að gramsa í skúffum og skápum enda fátt skemmtilegra ;)
Vúbbí það var svo gaman að hitta þig og vonandi bara sem fyrst aftur og já það er óhætt að segja að við höfum skemmt okkur konunglega!
Hehe allt að gerast, eitthvað á hverjum degi..er ég ekki klikk??
Aparnir eru að vinna í sínum málum...smátt og smátt;)

Haha Tóta þetta var sko ekkert Bjarki að rausa um mömmur ykkar hér að framan en þú varst nú líklega búin að átta þig á því;D

Kizz hnoðrar xxx