Thursday, November 6, 2008

Funeyjartvíæringurinn




Strákurinn sem gleymdi að vera nokkurntímann lítill vaknaði árinu eldri og ofsalega hamingjusamur í morgun. Mér finnst hann samt hafa verið til svo miklu lengur.
Afmælissöngur og smá kaka í morgunsárið. Ávaxtaspjót,
popp,rúsínur og blöðrur með í leikskólann.
Eftir leikskóla komu frænkur hans með bleika köku sem þær völdu alveg sjálfar og var svo skreytt í stíl við áhugasvið afmælisbarnsins. Í einum afmælispakkanum leyndust svo margar litlar risaeðlur sem nýttust í en frekari skreytingar og leiki.
Kerti,kleinur,piparkökur og bleik risaeðlukaka glöddu alla svo mikið.
Ég elska afmæli!

7 comments:

Anonymous said...

Æðislegar myndir, til hamingju með Funa sæta og takk fyrir yndisssslegan saumó. Kv. Ábba

Anonymous said...

Til hamingju með drenginn frábæra. Þetta hefur verið með flottasta móti fyrir drenginn. Verð svo að hæla þér fyrir frábært nafn á færslu.

Anonymous said...

þetta var sko Harpa og family sem var að tjá sig hér að framan

Augnablik said...

Takk Ábba mín, þú átt hérna barnamat frá henni Hörpu..ekki þó þessari hér fyrir ofan ;)

Hehe já Harpa honum fannst þetta allt saman frekar flott og þetta var bara fyrsti í afmæli..næst færð þú að vera með.
Mér fannst ekkert annað nafn koma til greina á færsluna...lúði!
(ég sko;)

kizz

Anonymous said...

æææji ég er svo leið að hafa gleymt afmælisdeginum sjálfum..
Fannst eins og hann væri ekki alveg kominn.. en innilega til hamingju með stúfinn sem var aldrei lítill..
kv. lára

Anonymous said...

æðislegar ammælismyndirnar..
Þetta hefur verið góður dagur hjá sæta tveggjaára manninum
knús
Harpa Dögg

Augnablik said...

Takk fyrir hönd litla mannsins sem hefur aldrei verið fullorðnari en einmitt í dag;)

Ázt, mjúkir hvolpar og allskonar eitthvað svona krúttlegt xxx