Saturday, October 30, 2010

Veðurröfl







Ómótstæðilega fínt veður á föstudaginn (já nú er ég orðin eins og gamalmennin sem halda dagbók um veður) og ég stóðst ekki að sækja leikskóladrenginn fótgangandi og lengja leiðina um helming.
Ég vildi að það væri hljóð með myndunum svo að fuglasöngurinn kæmist til skila.

Útskorið grasker fyrir áhugasama.

Thursday, October 28, 2010

Grallaraspóar











Ég tók þessar myndir í herbergjum þriggja systkinasnillinga.
Endalaust af fallegu og fínu að skoða.
Meira hér.

Rjómakaffi






Ég kíkti aftur í rjómakaffi til galdramæðgna.
Súpa, te, kaffi, súkkkulaði og rjómakaffi.
Svo hlýtt og notalegt að ég gleymdi stund og stað í orðsins fyllstu merkingu*

Skókassaherbergi til að dunda sér við.

Wednesday, October 27, 2010

Fullkomnun













Í síðustu viku hélt Austurbæjarskóli upp á 80 ára afmælið sitt.
Af því tilefni var sett upp sýning á verkefnum og vinnu nemenda ásamt kennslugögnum frá upphafi.
Þegar ég steig inn í leikfimisalinn missti ég andann af hrifningu.
Þar voru meðal annars eldgömul kort og skýringarmyndir úr náttúru og líffræði. Litirnir, áferðin, myndefnið....fullkomnun!

Sunday, October 24, 2010

Nr. 34 flassarafrakki og skuggalegar ýkjur





Vika nr. 34 og allt í einu finnst mér tíminn líða svo hratt.
Ég keypti þennan frakka á 1000 kr. fyrir nokkrum árum í Rauðakrossbúðinni. Hann hékk bara inni í skáp í mörg ár og ég pældi stundum í að lita hann og/eða stytta en endaði svo með því að klæðast honum nákvæmlega eins og hann er. Hann er mjög klæðilegur þó svo að það sjáist ekki sem best þegar ég er í þessu ástandi*
Hver hefði svo trúað því að skuggi bætti á mann 20 kílóum?