Thursday, April 30, 2009

Sumir dagar




Sumir dagar eru meira spes en aðrir.
Svaf yfir mig, borðaði engan morgunmat, tók að mér forföll í kaffi tímanum og eftir kennslu (forföll eru með því leiðinlegra sem ég geri og ég verð pirripúú eins og litlu börnin ef ég fæ ekki að borða), fauk næstum út í
sjó í frímínútum, skammaðist óþarflega mikið yfir einhverju sem var ekkert merkilegt, fékk bömmer, fékk stól í hausinn (örugglega fyrir að skammast).... blablabla o.s.frv.
Þá er held ég að sé best að fara að ráðum sonarins og leika með riiisaeðlurnar sem eru álíka pirraðar og maður sjálfur...sumar voru reyndar mjög góðlegar.
Sofnaði í barnarúmi fljótlega eftir kveldmat við klapp og strjúk frá lítilli risaeðlustrákahönd. Vaknaði aftur um eitt hress eins og Hemmi.
Á morgun(í dag) ætla ég að vera góðleg risaeðla.

Tuesday, April 28, 2009

Eilífðarblóm




Eilífðarblóm úr plastpokum og rörum hressa,bæta og kæta...oftast.
Krummar ...alltaf.

Sunday, April 26, 2009

Bráðnauðsynlegur óþarfi



Það er ótrúlegt hvað dagurinn lengist ef maður kemur sér út fyrir hádegi.
Hjólatúr var góð hugmynd.
Þegar heim var komið fannst mér eitthvað svo nauðsynlegt að útbúa heitt kakó. Svona til að koma örugglega út í mínus. Þetta er samt svona létt og froðukennt kakó sem mann langar að synda í...mjööög létt!
Og af því að ég gerði frekar lítið af því, setti ég það í pínulitlu dásemdardúkkubollana sem gera allt svo miklu betra. Þess vegna var ég gráti næst þegar mér tókst að brjóta þann ljósbláa... búhúhúúú. Fór beina leið í Koló að borga skuldina mína og leyta eftir nýjum en fann engan sem jafnaðist á við þann brotna. Kom þess í stað heim með barbíkjól.
Ég er samt ekki hætt að leyta...rétt að byrja og hef það á tilfinningunni að það þurfi jafnvel nokkra til að bæta tjónið.
Nú ef ekki þá á ég alltaf myndir og minningar í slómó með fallegu lagi undir. Sniff,sniff.

Saturday, April 25, 2009

Víííííííí!



























































































































Búin að kjósa og nú langar mig að gleyma þessu rugli, fara í tívolí og fá candifloss og kitl í magann...víííííí!

Thursday, April 23, 2009

Gulur og rauður...




Sumardagurinn fyrsti er fyndinn dagur.
Við hættum okkur út í rigninguna, hlustuðum á unglingahljómsveit spila og horfðum á son okkar heillast upp úr skónum af hetjunum, andlitsmálning, hoppukastali og rennblautir sokkar af því að hoppukastalinn var á floti. Það kom ekki að sök og við ákváðum að þetta væri bara alls ekki nóg. Það er komið sumar og við í stuði. Kjarvalstaðir voru því næsta stopp. Þar skoðuðum við framtíðina, fórum í eltingaleiki við apaketti á milli þess sem við þurrkuðum stresssvitan af efrivörinni og reyndum að líta út fyrir að vera gúrkusvöl. Ég kem tvímælalaust aftur.
Og af því að humar rímar við sumar bauð móðir mín upp á graflax... já og dýrindis humarsúpu og af því að ég sá hvert þemað stefndi var ég búin að baka gulrótarköku og gulrætur eru jú hvernig á litinn??

Wednesday, April 22, 2009

Fansí





Meiri Kolamyndir.
Ég tók margar,margar myndir enda margt að sjá og ekkert betra en að rölta um í rólegheitum og njóta þess sem fyrir augu ber.
Rósótti bollinn fékk að koma með mér heim sem sárabót fyrir þá sem ég missti af.

Monday, April 20, 2009

Margt og mikið




Magn er ekki alltaf sama og gæði en það getur samt verið skemmtilegt og það tek ég framar gæðum.

Stafir




Tók bókina "Heyrt en ekki séð" með mér heim, þar sem blindur maður sem flýgur til fjarlægs lands í leit að lækningu, segir ferðasögu sína.
Þegar ég ætlaði að borga var ég bara með stóran seðil (úúúú) og bóksalinn gat ekki skipt. Það var samt í góðu lagi og hann sagði að ég borgaði bara næst þegar ég kæmi.
Fallegt og heimilislegt.
Auðvitað kem ég aftur.

Sunday, April 19, 2009

Pastel




Eitt sinn var engin maður með mönnum nema mála herbergið sitt í dísætum pastellitum. Ég var engin undartekning og þegar ég var 8 ára valdi ég búðingsbrúðarmeyjakjólableikan tón (nema aðeins ljósari) á mitt herbergi. Það leið ekki á löngu þar til ég fékk velgju af litnum og þegar ég var um 12 ára grátbað ég móður mína um að fá að mála upp á nýtt. Henni fannst ekki nokkur ástæða til þess að verða við þeirri bón...ég hafði jú valið litinn sjálf á sínum tíma. Á endanum greip ég til minna eigin ráða og málaði dagblaðaopnur með restinni af dökkbláa litnum sem bróðir minn málaði sitt úllaherbergi með. Þakti svo einn vegg með máluðu blöðunum og reddaði þar með mannorði mínu mjög svo lipurlega ehhh.
*Eftir fund með ljúfri vinkonu rölti ég salíslök um Koló og rakst m.a. á pastelliti og fleira ...svo miklu fleira fínt.
Meira um það síðar.

Artí partý







Í Listasafni Reykjavíkur fundum við skemmtun og listafræðslu í leiðinni...aðallega skemmtun. Frændsystkinin púsluðu atómskáldinu, spjölluðu við nýja félaga, byggðu, klifruðu, brutu, horfðu og hoppuðu þar til svitinn bogaði af þeim.
Við hin létum okkur nægja að svitna við að súpa kaffi.

Saturday, April 18, 2009