Hádegisboð, bazar,piparkökuhúsagerð og sunnudagsmatur á eftir.
Það vantaði ekki metnaðinn í frænkurnar 5 í skreytingunum og frændanum í því að borða kremið þegar hann vaknaði.Þegar pressan var orðin of mikil og sumir brotnuðu niður undan skreytingarálaginu og fóru bara að leika sér,tóku foreldrarnir við.
Þá fyrst sagði metnaðurinn til sín! Frizz átti sennilega vinninginn. Hann fann sig einstaklega vel í skreytihlutverkinu og talaði um að þetta minnti hann á bíla og flugvélamódelgerð forðum daga. sumsé algjört spaa. Byrjaði fyrstur að líma húsið saman og lauk keppni laaang síðastur..sannkallaður sigurvegari
Brenndir fingur (af sjóðheitu sykurlíminu)..við skreyttum endalaust.
Þemað átti ekkert skilt við naumhyggju.