Thursday, February 3, 2011

Fiskalegt













Þegar ég var yngri þoldi ég ekki fisk og þá sérstaklega soðinn fisk og kartöflur stappað saman.
Í minningunni var soðinn fiskur eða fiskur í einhverskonar mynd í boði að minnsta kosti 4 sinnum í viku. Mig dreymdi um að finnast fiskur góður og fylltist öfund og aðdáun í bland þegar ég heyrði krakka segja að soðinn fiskur væri uppáhaldið þeirra.
Þegar ég heyrði svo aðra hverja manneskju dásama sushi nokkrum árum síðar varð mér allri lokið.Hrár fiskur, hrísgrjón og þang. Akkúrat.
Mér til mikillar gleði er ég orðin ein af plebbunum sem dýrka sússí.Draumurinn rættist að einhverju leyti en mér finnst soðinn fiskur ennþá ekkert spes.
Föstudagssushi eins og þú getur í þig látið er ávallt draumi líkast en ég kom vandræðalega lítið við sögu í framkvæmd þessara bita.
Gestgjafarnir eiga heiður skilinn fyrir fagra framsetningu og afbragðs skemmtun.

10 comments:

The Bloomwoods said...

mig dreymir líka um að finnast soðin ýsa vera góð!
en þetta sushi er mjög girnilegt! ;)
hildur

Augnablik said...

Já það er um að gera að eiga sér verðuga drauma;)
Sushi-ið var sko jafn dásamlega gott og það er girnilegt*

Anonymous said...

jahérna hér... þetta finnst mér mjög svo girnilegt sushi... jammí... nú þarf ég að láta verða af því að skella mér á eins og eitt sushi námskeið og hefjast svo handa :)

Kv. Margrét

Augnablik said...

Mmmjá ótrúlega gott og girnilegt!
Ég hef fulla trú á elskhugum okkar í þessum efnum svo við þurfum varla námskeið...svo er ég líka ýkt góð í að strá wasabi og sesamfræjum yfir og sonna;)

Fjóla said...

Vildi einmitt óska að mér fyndist soðinn fiskur góður, allir hinir fjölskyldumeðlimirnir elska soðinn fisk.
En, ég verð að viðurkenna það að ég er orðin sushi-sjúk :) og hvað þá heimalagað sushi uuummmm ..... Og þetta sushi lítur ekkert smá girnilega út !

Augnablik said...

Ég var farin að halda að ég væri sú eina sem elskaði ekki soðinn fisk...við stofnum kannski stuðningshóp í kringum þessa fóbíu;)

Hver hefði trúað því fyrir ekki svo löngu síðan að þú ættir eftir að elska sushi og hvenær munum við gæða okkur á eins og fati á mann saman?
xxx

ólöf said...

dí. Soðinn íslenskur fiskur og dýrindis sushi, það á ekki einu sinni að bera þetta saman..

ég þoli ekki soðinn fisk. Sér í lagi ef hann er bara plain með kartöflum..foj..

en sushi. Ég elska sushi:)

mig dreymir ekki um að finnast soðin ýsa góð, mig dreymir um að aðrir hætti að elda hana...

About Me said...

mmmh sushi - krúttleg stemning!

Augnablik said...

Haha já það er líka hægt að setja það þannig upp að hinir séu bara ruglaðir að borða soðna ýsu þegar það er hægt að fá sér sushi.
Mér finnst hún samt verst stöppuð með tómatsósu ugh.

Unknown said...

Vá girnilegt sushi-ið á myndunum hjá þér!