Thursday, February 24, 2011
Blæti
Ég get verið ótrúlega mikill sökker fyrir te-i sérstaklega í þá daga fyrir ekki svo ýkja löngu þegar ég drakk ekki kaffi. Þá átti ég allar heimsins tegundir af tei..hressandi, slakandi, hreinsandi, fegrandi, andoxunaraukandi, kolefnisjafnandi og allt hvaðeina.
Nú er ég smám saman að rifja upp te taktana og á orðið dágott safn af allskyns fíneríi. Mér finnst líka svo ljómandi að lesa hvað hvert og eitt á eftir að breyta lífi mínu stórkostlega til hins betra.
Yogi tepakkinn er annars fáránlega fagur að innan án þess að ég ætli mér að gera lítið úr Clipper*
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
4 comments:
mm. Ég er mikill te aðdáandi. Ég drekk aldrei kaffi á morgnana (ekki fyrir morgunverð þ.e, annars fæ ég illt í magann og hausverk) bara te..en svo um hádegi og síðdegis finnst mér kaffibollinn yndislegur. Ég er þó reyndar mikið snobb á kaffi og drekk alls ekki hvað sem er..haha, sem þýðir að í skólanum drekk ég oftast te líka..því þó mig langi kannski í kaffi - þá er það bara of vont fyrir minn smekk.
Hvað sem því líður, þá eigum við sennilega hér á heimilinu óvenju mikið úrval af te þar sem ég og móðir mín erum miklar te stelpur. Eða þú veist..hvað sem það væri kallað. Enskar vinkonur mínar voru á landinu seinustu páska og höfðu þá í seinustu ferð sinni hingað verið heilar tvær vikur hjá sameiginlegum vini okkar, sem átti bara eina te tegund, jarðaberja Pickwick te. Eins og þú getur ímyndað þér er þetta ekki ideal te-eign í huga breskra telpna..og erfitt að vakna morgun hvern með einungis þetta te í boði..
Morgunin eftir að þær komu heim til mín fórum við niður í morgunmat og ég spurði hvort þær vildu te..og þær spurðu hvað ég ætti. Þá opnaði ég bara teskúffuna troðfullu og þær göptu. Hef aldrei séð neinn jafn ánægðan yfir te safni mömmu minnar. Þær völdu úr og við gæddum okkur á gæða te af breskum sið - með mjólk.
Þetta var mjög löng, tilgangslaus og undarleg saga sem ég er hérna að segja þér, kannski er ég búnað eyða of mörgum dögum í lærdóm núna. Allavega er ég ansi ánægð með te, og er glöð að þú ert það líka. Var kannski bara að deila svona blæti-sögu með þér. Segjum það.
vá hvað þetta varð langt, úbs.
Haha en gaman að það séu fleiri með te fetish. Ég drakk einmitt aldrei kaffi í vinnunni, bara te af því ég nenni ekki að drekka vont kaffi;)
haha nei einmitt, why bother? :) betra að drekra við sig síðar og fá sér góðan kaffibolla með einhverjum góðum vini;)
Post a Comment