Friday, February 25, 2011

Uppáhalds...Plötuspilarinn er í miklu uppáhaldi þessa dagana og drengurinn veit fátt notalegra en að liggja og hlusta á plöturnar sínar í góðu glensi.
Pabbinn gaf apaskottið Jakob, gíraffan fékk hann frá frænkugulli og góðvinkonur gáfu óróan fyrir rúmum sjö árum og öll börnin hafa dýrkað hann jafnmikið. Bróðir minn átti teppið sem er rúmlega 35 ára gamalt og mér finnst litirnir svo fínir.

11 comments:

Lára said...

verðugir hlutir á uppáhaldslistann.. litli unginn passar líka sérlega vel inn í þetta..

Augnablik said...

Hah já ég þarf auðvitað ekki að taka fram hver er í allra mestu uppáhaldi á þessum myndum;)

ólöf said...

vá sniðugt dót! mig langar í svona plötusnúðadót fyrir krakkann minn (þú veist, þennan sem kemur einhvern tíman í framtíðinni) haha:) og algjör gullmoli þarna í endann, sætur strákur:)

þú tekur alltaf svo fallegar myndir:) hvaða myndavél notaru svona helst?:)

staðfestingarkóða-update dagsins í dag: penningr (lastu peningar? ég gerði það allavega)..já takk

Ása Ottesen said...

Mmmm...þessi plötuspilari er æææði. Átti svona og dáði. Mikið er hann Grímur myndarlegur..Ég roðna! :)

Augnablik said...

Já plötuspilarinn er svo mikið æði og tónlistin líka svo fín,London Bridge, Edelwise (alparós)og fleiri slagarar;)Svo var frænka mín að tala um að Target væri að fara að selja þessa plötuspilara og sjónvörpin frá Fisher Price*

Augnablik said...

Já og ég gleymdi að svara...ég nota Canon EOS 1000D og takk*
Las líka peningar og þeir hljóta að vera á leiðinni til þín í allra nánustu framtíð;)

Bryndís Ýr said...

Sætilingur - og dásemdarplötuspilari. Er þetta gamalt frá þér?

Augnablik said...

Átti hann reyndar ekki en langaði alltaf rosa mikið í svona þegar ég var lítil. Mér áskotnaðist þessi fyrir nokkrum árum og varð svo himinsæl*

ólöf said...

næs..ég tjékka á því:) haha já ég vona að það reynist rétt (varðandi peninga)..er örlítið tóm í bankanum í augnablikinu:P

Fjóla said...

ooooo.... þessi plötuspilari, ég átti einmitt einn svona veglegan spilara sem mamma gaf svo á barnaheimilið sem hún vann hjá :´( mikil sorg og eftirsjá eftir mörgum hlutum sem fóru þangað.
Dásamlega er hann Grímur fagur ungur drengur, á eftir að gleðja mörg hjörtu eins og bróðir hans stóri ;)
xoxo

Augnablik said...

Já mamma var einmitt svolítið dugleg að gefa dótið okkar en líka dugleg að geyma allt mögulegt og kaupa slatta af skrani í staðinn. Ég sakna samt nintendo tölvunnar mest, veit ekkert hvert eða hverjum hún gaf hana. Ó super Mario!
Grímur bræðir okkur í smjer á hverjum degi;)
***