





Hækkandi sólin gleður mig svo óendanlega.
Krummar að krunkast á, fínasta vagnteppið frá góðvinkonu, eskimói í vagni, andahjón að kafa og glensari í torfæruleik. D-vítamín af bestu gerð.
Skammdegið var þá ekki eins langt og mig minnti.
...ég vildi að ég gæti tekið myndir með því að blikka augunum
16 comments:
Ó þvílík dásemd!
Gott að sjá að þú kannt að njóta :-)
Dásamlegt!
Blessuð sólin elskar allt
allt með kossi vekur,
haginn grænn og hjarnið kallt
hennar ástum tekur.
Já það er sko yndi að fara út að ganga í akkúrat svona veðri, sól stillt og pínu kalt en samt ekki af því að maður er svo dúðaður;)
Blessuð sólin elskar allt og ég elska hana á móti*
ó já það er bara stór geðpilla þegar þessi gula fína fer að skína svona mikið :)
elskidda!
xxx
S
fallegur eskimóinn og stór bróðirinn auðvitað líka..
Þeir eru æði og ekki gleyma glæsimannalega teppinu snillibrandur sjúllason*
Ég minni á að það er alltaf gott veður í Laugardalnum, þar skín sólin skært flesta daga ársins og þar er meira krummalíf en víðast hvar annars staðar.
Þetta er allt í vinnslu;)
Myndirnar þínar og bloggin fá mig alltaf til þess að sakna Íslands...
Virkilega fallegar myndir:)
Svo sammála þér Kolla. :) Ég finn mikla gleði í hjarta mínu. Mið-feb er greinilega frábært tími, ég sem bjóst við því í apríl. :)
xx
Takk Dóra, Ísland er svo ljómandi fínt;)
Já pældu í þessu lover og ímyndaðu þér hvernig okkur verður þá innanbrjósts í apríl eða maí haaaa!
Höldum upp á þetta með kaffi strax***
Dásamlega fallegar myndirnar þínar allar xx
Takk kærlega Elísabet*
Myndirnar þínar eru svo dásamlegar, allt svo fallegt og skapandi. Ég fæ löngun til þess að skapa e-ð fallegt þegar ég skoða þær.
Elska andarassamyndina :D
Takk fyrir falleg orð Birna Helena,virkilega gaman að heyra;)
Já Harpa þau voru svo önnum kafinn og frábær þessi andahjú*
Post a Comment