Tuesday, January 5, 2010

Uppbyggilegt






Mamma mín hefur geymt kampavínskorktappa ásamt nokkrum venjulegum í skúffu í eldhúsinu í mörg ár.
Ég man eftir að hafa rekist á þá í gegnum tíðina þegar ég var að leita að bréfaklemmum,gúmmíteygju,eldspýtum eða öðru sem er geymt í "svoleiðis" skúffu.
Engum datt nokkru sinni til hugar að henda þeim en enginn notaði þá heldur.
Það var ekki fyrr en nú fyrir jól að ég skyldi raunverulegan tilgang þeirra.
Ekkert er tilgangslaust*

6 comments:

Lára said...

krúttlegt.. segi nú ekki annað..
Sérstaklega heppilegir þessir sem eru með "haus"
Líka fyndið að þetta hafi alltaf verið geymt.

Áslaug Íris said...

Snilldar hugmynd!! og flottar myndir af afrakstrinum.
Nýta, nota og endurvinna.. það er málið :)

kossar**
Áslaug

Augnablik said...

Hausarnir eru kampavínskorkarnir og þeir eru sko bestir*
Nú hef ég líka fundið ástæðu til að þamba kampavín við hvert tækifæri...sko fyrir krakkana;)

Já þetta er fínasta endurvinnsla og þeim fannst þetta sjúklega gaman.Frænkurnar fengu líka að gera nokkra*

Ást og þúsund kossar
***

Fjóla said...

Þú ert snillingur ! Hverjum öðrum en þér einni hefði dottið þetta í hug, búa til svona líka fína menn og sjóræningja úr korktöppum. Mjög svo fallegt hilluskraut og enn skemmtilegra í góða leiki :)
smack smack ***

Anonymous said...

Þeir eru æðislegir. Þú ert sko örugglega skemmtilegasta mamma í heimi =)
kossar
hildur Y

Augnablik said...

Takk Fjóla mín fríð*
Þetta fær mann líka til að hugsa hvað þau þurfa oft lítið til að skemmta sér konunglega...grinka aðeins á dótinu kannski?

Hehe svona er nú ekki í boði alla daga en ég þakka hlýju orðin auðmjúklega elsku Hildur;)
xxx