Sunday, January 31, 2010
Hver röndóttur....?
Sýning á verkefnum nemenda í október.
Myndirnar sem ég lofað fyrir svo löngu en lá á þar til nú.
Myndmenntakennslan í skólanum er svo ótrúlega fjölbreytt,skapandi og skemmtileg, þökk sé ofurkennaranum reynda og góða*
Nemendur í 4-5.bekk gerðu líkan af draumaherberginu og nýttu allt tiltækt til að skreyta og gera fínt hjá sér. Veggfóður,gardínur, kristalsljósakrónur,heitapottur upp í á þaki og aðrar nauðsynjar settu punktin yfir i-ið.
Og hver elskar ekki risa blýanta?
Wednesday, January 27, 2010
Stofustáss*
Tuesday, January 26, 2010
Mynstur og áferð
Prjónaklúbburinn góði lifir enn.
Þar sem eldri og mun reyndari segja til, kenna og leika við hvurn sinn fingur.
Í gær kenndi tengdamóðir mín mér að hekla tungur í kringum teppi, auk þess sem ég borðaði dásemdar kökur og dáðist að dýrgripum í kringum mig (fleiri myndir af þeim innan skamms).
Nærandi og mjög svo gott fyrir sálartetrið.
Saturday, January 23, 2010
Aðdáunarvert
Í litlu myndavélinni minni reyndust myndir frá desemberkaffisopafundi hjá ofurkonu einni.
Meistaralegt piparkökuhús sem vakti bæði þjóðerniskennd og einlæga aðdáun,
kaffi sem skildi eftir hjarta á botninum og fagurt skraut í loftinu.
Mér fannst svo leitt að vera ekki með almennilega myndavél að ég gleymdi t.d. alveg að mynda heimagerðu sykurpúðana í líki ískristala og fullt af öðru fínu*
Thursday, January 21, 2010
Þegar...
Monday, January 18, 2010
Strætó og gulur,rauður,grænn og blár
Subscribe to:
Posts (Atom)