Sunday, January 31, 2010

Hver röndóttur....?










Sýning á verkefnum nemenda í október.
Myndirnar sem ég lofað fyrir svo löngu en lá á þar til nú.
Myndmenntakennslan í skólanum er svo ótrúlega fjölbreytt,skapandi og skemmtileg, þökk sé ofurkennaranum reynda og góða*
Nemendur í 4-5.bekk gerðu líkan af draumaherberginu og nýttu allt tiltækt til að skreyta og gera fínt hjá sér. Veggfóður,gardínur, kristalsljósakrónur,heitapottur upp í á þaki og aðrar nauðsynjar settu punktin yfir i-ið.
Og hver elskar ekki risa blýanta?

Wednesday, January 27, 2010

Stofustáss*










Fleira fínt úr prjónaklúbbnum.
Amma elskhuga míns og fjóra dætur hennar eiga allar svona rósóttan kögurlampa.
Þær fengu þá í jólagjöf fyrir nokkrum áratugum, ýmist brúntóna eða rauðtóna.
Draumur í dós*

Tuesday, January 26, 2010

Mynstur og áferð









Prjónaklúbburinn góði lifir enn.
Þar sem eldri og mun reyndari segja til, kenna og leika við hvurn sinn fingur.
Í gær kenndi tengdamóðir mín mér að hekla tungur í kringum teppi, auk þess sem ég borðaði dásemdar kökur og dáðist að dýrgripum í kringum mig (fleiri myndir af þeim innan skamms).
Nærandi og mjög svo gott fyrir sálartetrið.

Saturday, January 23, 2010

Aðdáunarvert





Í litlu myndavélinni minni reyndust myndir frá desemberkaffisopafundi hjá ofurkonu einni.
Meistaralegt piparkökuhús sem vakti bæði þjóðerniskennd og einlæga aðdáun,
kaffi sem skildi eftir hjarta á botninum og fagurt skraut í loftinu.
Mér fannst svo leitt að vera ekki með almennilega myndavél að ég gleymdi t.d. alveg að mynda heimagerðu sykurpúðana í líki ískristala og fullt af öðru fínu*

Thursday, January 21, 2010

Þegar...









Þegar frænkurnar gistu eftir jól og ég svaf út og þau byggðu hús og snjórinn kom og amman bakaði pönnukökur og hitaði kakó og litla frænka mín lék sér í eigin heimi í búningi að eigin vali.
Ljúft.

Monday, January 18, 2010

Strætó og gulur,rauður,grænn og blár













Á laugardaginn tókum við strætó niður í bæ, vopnuð regnhlífum og röltum bæinn þveran og endilangan í góða veðrinu með enga kerru.
Ótrúlegt hvað litlir hlutir geta glatt mikið.