Monday, September 7, 2009

Hafið þið heyrt söguna um fiskana tvo?....





Einu sinni fyrir um sjö árum síðan ákvað ég að það væri afbragðs hugmynd að fá sér fisk sem gæludýr.
Það hlyti að vera róandi og
einstaklega gott Feng sui.
Ég fór í fiskabúðina og valdi allra fínasta gullfiskinn, að mér fannst. Skýrði hann í höfuðið á bróður mínum, kom honum fyrir í glerkúlu, setti fallega steina og gróður og fylgdist stolt með honum svamla á hverjum degi. Fljótlega komst ég að því að það var allt annað en róandi að eiga fisk. Hann olli mér sífelldum áhyggjum með því að synda skakkt, synda of lítið, borða lítið, hanga ofarlega vatninu, eða neðarlega o.s.frv. Nokkrum mánuðum síðar þurfti hann nauðsynlega að heimsækja vini sína í sjónum....ég bar fyrir mig meðgöngusturlun.
Nú leið og beið það var ekkert sem tengdi mig fiskum á neinn sérstakan hátt (ef frá er talið hálsmenið góða og soðinn, steiktur eða grillaður). Eitt sinnið veiddum við reyndar síli og þegar við fórum með aflann heim í krukku, byrjuðu áhyggjur mínar enn á ný...ég varð svo sjúklega hrædd um að þau myndu deyja að við enduðum á því að skila þeim í lækinn aftur um kvöldið.
Á þessum tímapunkti var ég farin að gera mér grein fyrir að ég væri haldin hálfgerðri (stórfelldri) fiskafóbíu, ákvað að þeir væru ekkert fyrir mig og þar við sat...þangað til dóttirin fékk einn splunkunýjann og spriklandi bardagafisk í afmælisgjöf.
Hann var skýrður Eyþór Elding á staðnum og auðvitað gáfum við honum séns, enda langþráður draumur afmælisbarnsins að eiga gæludýr af einhverju tagi. Það leið þó ekki á löngu þar til Eyþór fór að valda mér áhyggjum. Hann var latur að borða og hrækti matnum óspart út úr sér, svo hægði á sundinu og í lokin hreyfðist hann varla, heldur tróð "trýninu" ofan í steinana á botninum og lá þar hreyfingalaus. Við reyndum hvað við gátum að hressa kauða við en ekkert virkaði. Á sunnudagskveldinu áður en ég fór að sofa var mér litið í búrið og sá mér til mikillar skelfingar að afmælisgjöfin var öll. Ég vakti elskhugan og bað hann að taka að sér að senda hann í sjóinn því mér fannst ómögulegt að barnið kæmi að dauðum fiski og get engan veginn hugsað mér að handfjatla svonalagað. Hetjan gjörði sem ég bað og ég var með hnút í maganum yfir því að þurfa að tilkynna andlát fyrsta gæludýrsins daginn eftir.
Daginn eftir grét Salka örlög fisksin og var voðalega aum yfir þessu öllu saman...og svo fór hún að spyrja hvað við hefðum gert við hann..."Ja, við settum hann í sjóinn til vina sinna"
Hún:"þið bæði?"
Ég: Mmhmm
Og eftir að hafa málað mig í horn og út úr því aftur varð hún sátt en sagði svo hugsi: "Fiskurinn hennar Unu dó á Klambratúni"
Ég: "Nú"?
Hún: "Já þau grófu hann og settu kross og blóm og svoleiðis"
Ég: Já sko við höldum líka jarðarför og setjum blóm og kross ogogog...
Sá aðeins eftir því að hafa látið fiskalíkið hverfa.
Sölku leist mjög vel á jarðarför og var komin í gott jafnvægi.
Þegar ég kom upp í skóla sagði ég krökkunum hvað hafði gerst og þau óuðu og æjuðu yfir örlðgum Eyþórs Eldingar. Ein stelpa spurði mig hvað við hefðum gert við fiskinn. Ég hikaði en ákvað svo að snúa út úr og spyrja hana hvað maður gerði við þá.
Hún: "Ja ,sko ég jarðaði minn"
Ég: "Já einmitt það ætlum við líka að gera"
Hún: "Sumir sturta þeim nefninlega í klósettið"
Ég :"Núúúúú"?
Svo útskýrði hún hvernig hún hefði geymt hann í frysti og beðið þess að hinn dæi til þess að geta jarðað þá saman, nema hvað hinn dó ekkert en syndir skakkt o.s.frv......frystinn, af hverju datt mér það ekki í hug!*hrollur*

Næst fáum við okkur gæludýr með heitt blóð og tilfinningar sem ég get með einhverju móti lesið í.

9 comments:

Anonymous said...

hahhahaha þetta er snilldar saga Kolla mín, og framhaldssaga og forsaga - nú skil ég allt miklu betur ;)
kiss kiss útaf
Selmi

Augnablik said...

Hehe þetta útskýrir margt en nú veit ég fyrir víst að fiskar eru ekkert fyrir mig. Salka greyið var líka alltaf að reyna að lesa æðislega mikið í hann..."vá mamma hann var að dansa fyrir mig" Þannig að ég held að við getum verið sammála um að fá okkur eitthvað mjúkt næst.
Við gátum því miður ekki sýnt beint frá jarðarförinni en myndir koma síðar...spennó,ég veiiiit!
Kizz
***

Anonymous said...

Þú ættir að fara að skrifa smásögur Kolfinna :-)

Kv. Margrét

Fjóla said...

Erum líka búin að reyna þetta með fiskana. Gengur bara e-ð illa að halda þeim á lífi, en Mikael var alltaf jafn spenntur að fá að sturta þeim niður klósettir, engin jarför á mínu heimili, bara dömpað í skálina og strutað. Amen.

jóna said...

þessi saga var frábær ;)

Augnablik said...

Það skildi þó aldrei verða að maður legðist í skriftir Margrét...ég sé það fyrir mér í rósableikum bjarma, þar sem ég fengi að sofa út alla morgna,sitja á kaffihúsi,spá og spekúlera og fara í langar göngur við sjóinn sem veittu mér endalausan innblástur...já eða bara smíða;)

Vá Fjóla, hann Mikael ætti vel heima í sveit þar sem fólk er ekkert að væla og skæla yfir hringrás lífsins...nagli!

Takk kæra jarðaber*
Ást
****

Ása Ottesen said...

Þessi frábæra saga bjargaði annars LEIÐINLEGUM tíma um Vísindastefnu, Íhaldsstefnu, Jafnaðarstefnu og bla bla bla....

Æðisleg saga. xxx

Augnablik said...

Eins og það hljómar nú unaðslega að velta sér upp úr stefnum og straumum vísinda,íhalds og jafnaðar hehe

Takk snilli og haltu áfram að vera duglegur skólastúfur
Ást og kossflens
***

tashootheaush said...

great post to read p7y35m1w75 best replica designer bags replica bags cheap replica bags online shopping hermes replica r4p22j8x50 replica bags from turkey replica nappy bags over at this website v4q44b1r01 replica bags supplier