











Menningardagur var ljúfur og fagur.
Salka lét sig dreyma um gítar, við gengum fylktu liði með bróður og dætrum, skoðuðum það sem á vegi okkar varð, borðuðum hjá vinkonu og fórum tvö á magnaða danssýningu á meðan besti bró passaði.
Kveldið rann einnig ljúflega í heimahúsi með ættingjum og ættingjum þeirra.
Að loknu flugeldaglimmeri enduðum við á einum besta pizzastað bæjarins og gúffuðum í okkur...mjög menningarlega.
2 comments:
Þið eigið heiður skilið að hafa verið mennó á mennó. Var meira segja í reykjó en hélt mig bara heimó, þorði ekki fyrir mitt litla líf að reyna að troða mér þarna niðrí bæjó :o)
xxx
Þú ert nú bara eitthvað rugló að vera hrædd við mennó,það var ógó skemmtó!;)
***
Post a Comment