Monday, September 28, 2009

"Af því að ég á afmæli"










Ég er mikill afmælisgrís og fæ alltaf fiðring í magann þegar það nálgast...bæði mitt eigið og annara*
Og af því að ég er sjálfhverfur afmælisgrís ákvað ég að sleppa því að fara á ættarmót á daginn minn og hafa þess í stað engum öðrum skyldum að gegna en að njóta.
Áður en ég fór að sofa secretaði ég eins fast og ég gat gott veður og hálshæsi burt. Það virkaði ekki og ef veðrið á afmælisdaginn fer eftir hegðun manns eða karakter á árinu er ég í það minnsta margbreytileg.
Söngur,draumapakkar,svignandi morgunverðarborð,gufa,nudd,kaka,kolaportið,plata með frönskum ástarsöngvum,tímaritið bezt og vinsælast,kókosbollur,kaffi,blaðaflett,hvítvín,austur indíafjelagið,fjúk, hreindýrapeysa og kertaljós.
Ástmaður fær 100000... stig fyrir að hafa gert daginn draum í dós****

10 comments:

Anonymous said...

Yndislegt að dagurinn hafi verið svona frábær í alla staði... það er gott að vera sjálfhverfur öðru hverju :-) Bjarki kann að skipuleggja góðan afmælisdag enda í sambandi með afmælisdrottningu allra tíma... hehehe

kv. Margrét

Anonymous said...

snilldin ein!
tek undir með þér í einu og öllu, ég er sko afmælisgrís og stingurinn í maganum er svo skemmtilegur svona nokkrum dögum fyrir það :)
(eða nokkrum vikum hahaha!)

knús í poka
Selma

Augnablik said...

Já það er sko lífsnauðsynlegt að að vera stundum sjálfhverfur...ef ekki á afmælinu,hvunær þá?Það skyldi þó ekki vera að afmælisröglið sé að smitast á aðra fjölskyldumeðlimi;D

Seli afmælismallakraum er bezt nokkrum dögum fyrir en er til staðar mun lengur. Og nú ert þú einmitt í slíkum undirbúningi gjöri ég ráð fyrir;)
****

harpa brons said...

Þú ert alger ofur afmælis dúllurass. Það á að nota svona tilefni til að vera prinsessa í einn dag í það minnsta, helst fleiri.

Augnablik said...

Já ég tek alltaf sessjón inn á milli en sjaldan eins mikið og á afmælis*

Anonymous said...

Æðislegur afmælisdagur! Bjarki kann'etta sko!

Kv. Bryndís

Anonymous said...

Hey, ætlaði ekki að gleyma! Skemmtilegt viðtalið við þig á www.ynja.net

Bryndís

Augnablik said...

Maður lærir að þekkja konuna sína á 13 árum;)Hann kann þetta!
Híhí takk gullið mitt*

Fjóla said...

vá, draumaammælis fyrir draumaammælis grís eins og þig :) Góður í að gleðja hann Bjarki sko :) En þið segið allar satt, ammæli er það besta í heimi !
Gott og gleðilegt hversu vel þú naust ammælisins, svoleiðis eiga ammælisdagar að vera :)
Blöðrur, kökur og flögg ***

Augnablik said...

Algjör draumur hann fagri blakkur, og afmælið og umstangið ogogogog afmæli eru bezt!