







Bardagafiskurinn Eyþór elding fékk fallega útför og leiði skreytt rósablöðum, blómum og berjum og svo erfidrykkju með snúðum með bleiku glassúri.
Þar sem hinn raunverulegi Eyþór var farinn út í sjó, þurfti að gera af honum klippimynd sem komið var haganlega fyrir í eldspýtustokki. Mér til varnar þá finnst mér líka ómannúðlegt að jarða fisk á þurru landi...sko mun ómannúðlegra en að láta hann svamla í hringi í glerkúlu ehhh...
Að útför lokinni var boðið upp á andlitsmálningu.
4 comments:
ó svo dramatískt, fallegt og hressandi um leið :)
gerir meira að segja rigninguna fallega Kolla mín!
luv
Selmi
Fallegur endir á dramatískri sögu. Takk fyrir að deila þessu með okkur.
Já lífið getur verið svo dramatískt en fallegt um leið...kannski létt dramatískt en ekki endilega á 6 ára mælikvarða;)
Kossar
*****
Fallegt, allt svo fallegt.
Post a Comment