Saturday, September 19, 2009

Blóm og bleikir snúðar
Bardagafiskurinn Eyþór elding fékk fallega útför og leiði skreytt rósablöðum, blómum og berjum og svo erfidrykkju með snúðum með bleiku glassúri.
Þar sem hinn raunverulegi Eyþór var farinn út í sjó, þurfti að gera af honum klippimynd sem komið var haganlega fyrir í eldspýtustokki. Mér til varnar þá finnst mér líka ómannúðlegt að jarða fisk á þurru landi...sko mun ómannúðlegra en að láta hann svamla í hringi í glerkúlu ehhh...
Að útför lokinni var boðið upp á andlitsmálningu.

4 comments:

Anonymous said...

ó svo dramatískt, fallegt og hressandi um leið :)

gerir meira að segja rigninguna fallega Kolla mín!

luv
Selmi

Harpa Rut said...

Fallegur endir á dramatískri sögu. Takk fyrir að deila þessu með okkur.

Augnablik said...

Já lífið getur verið svo dramatískt en fallegt um leið...kannski létt dramatískt en ekki endilega á 6 ára mælikvarða;)
Kossar
*****

Fjóla said...

Fallegt, allt svo fallegt.