Monday, January 26, 2009

Trans dans

Ég var að púsla með stelpunni minni á laugardaginn þegar hún segir einlægt og upp úr þurru:
"Ég vil að bankakreppann hætti".
Ég: "Hmm bankakreppa, hver var að segja þetta orð?"(reyni að vera voða slök en áhugasöm)
Hún:"Ég bara heyrði það sjálf"
Ég: Nú, hvar?
Hún: "Í sjónvarpinu og þá var sagt að bankakreppan og ríkisstjórnin ættu að hætta..hvað er ríkisstjórn"?
Ég: "Það eru þau sem stjórna landinu".
Hún (mjög ákveðið): "Það er gott hún sé að hætta"
Ég: "Nú"?
Hún: "Aþþí það er alltaf verið að segja að hún sé ekkert að stjórna vel"
Þögn.
Hmmm og ég sem hélt að við værum svo dugleg að halda henni frá þessu öllusaman. Hún vill fá útskýringar á öllu, alltaf. Hún er líka viðkvæmt blóm sem er tiltölulega nýhætt að vera hrædd við vind.
Hér með sýni ég henni bara eitthvað svona sem fær mann til að langa að læra alla dansa í heiminum.
Það er ekkert grín að vera 5 ára.

5 comments:

Anonymous said...

Jæks !!! Þetta var snilldarmyndband hahaha !!!!!
En já, maður heldur að maður sé að halda þeim frá þessu öllu saman.
Vinatala heyrt í kjallaranum heima hjá mér :
Vinur : Mikael, ýttu á rauða takkann ef þú vilt að Davíð Oddson verði ennþá Seðlabankastjóri.
Mikael : ha ? Hver er það ?
Vinur : Og ýttu á græna takkann ef þú vilt að Davíð Oddson hætti sem Seðlabankastjóri og verði sendur til Kanarí.
Mikael : ha ? heyrðu, viltu koma í bíló ?
Vinur : Þú verður að velja !!! Ég ætla að ýta á græna takkann og senda Davíð Oddson til Kanarí, hann bjó til kreppu á Íslandi.

Okkur hefur allavega, greinilega takist að gera þetta efni áhugalítið fyrir son okkar :D

En áfram Ísland og upp með spjöldi !

Anonymous said...

Dísús hvað ég væri til í að lenda í svona sitúasjón, allir allt í einu að dansa allt um kring. þetta væru skemmtileg mótmæli, full af gleði og fjölskylduvæn. við ættum að skipuleggja svona fyrir næsta laugardag ;)

Anonymous said...

Hehehe Fjóla þú ert greinilega alveg að standa þig í að verja drenginn fyrir áreiti;D Annars er ekki séns að ég geti tekið Sölku með á mótmæli...það er bara allt of mikið fyrir þann sem fílar ekki hávaða og vill skilja allt í heiminum.
Já Tóta þetta eru sko draumaaðstæður og nú langar mig bara að leigja allar eightís unglingamyndirnar þar sem allir bresta í taktdans á böllum..er ekki annars hægt að bresta í dans?;)
Ázt
xxx

Anonymous said...

Það vantar ekkert á dýptina hjá henni Sölku. Eins gott að gera sér grein fyrir því að börnin eru miklu klárari en stærð þeirra og aldur gerir tilefni til að áætla. Ekki beint orð sem maður tengir við huga 5 ára barns.

Anonymous said...

Nei það vantar sko ekkert upp á dýptina..stundum væri kannski ágætt að hún væri aðeins grunnhyggnari ;)
Maður verður að passa upp á þessa lilla,þau eru klár.
xxx