Thursday, January 22, 2009

Heilög


Mér var boðið í skírn á sunnudaginn.
Raunar tengdist ég fjölskyldunni ekki neitt fyrir utan að hafa verið að vinna með mömmunni fyrir löngu og foreldrum hennar núna. Þau eru frá Filippseyjum og það hefur tíðkast hjá þeim í gegnum tíðina að bjóða frekar mörgum í veislur og ekkert endilega bara þeim sem þau þekkja mjög vel. Mér fannst það áhugavert og var forvitin. Kaþólskar skírnir eru mun..hvað á ég að segja.. ítarlegri en ég hef vanist. Heilt hefti af upplýsingum og allt í gangi. Áhugavert.

No comments: