Tuesday, January 6, 2009

Búið?






Mér finnst það alltaf pínu sorglegt þegar jólin eru búin samkvæmt almanakinu.
Þess vegna hef ég aldrei tekið niður allt skrautið í einu, heldur svona smátt og smátt og sumt aldrei. Skrautið blandast þá inn í hið hversdagslega líf og sjokkinu verður þannig haldið í lágmarki.
Í dag var líka fyrsti kennsludagurinn eftir jólafrí (buhu aumingja ég, ég veit,ég veit!) Ég var soldið kvíðin,verandi búin að snúa sólarhringnum hressilega við og draga börnin með mér í svaðið. Allt fór þó betur en á horfðist og við lufsuðumst í gegnum daginn með stæl, fórum í árlegan þrettándamat hjá kærastaömmu og ég saumaði peysu sem ég var bara frekar stolt af. Þangað til barnið neitar að klæðast henni og hún verður misheppnuð í alla staði og hjarta mitt brestur af sorg. Sjáum til.
Hvað varð annars um þá rótgrónu "hefð"að smíðakennarinn ætti að vera angandi af söngvatni og jafnvel aðeins í því? Ég færi náttúrulega mun settlegar í það og héldi mig alfarið við léttvín. Held að þetta gæti orðið öllum í hag.

5 comments:

Anonymous said...

Já mér finnst að allir smíðakennarar ættu að vera svona létt í glasi. Ég man allavega ekki eftir okkar kennurum öðruvísi. Og er ekki akkúrat málið núna að horfa aftur til fortíðar og fyrri gilda og hefða. Þetta er algerlega málið ;)

Anonymous said...

Já er það ekki, ég er að spá í að taka þetta mál upp á næsta fundi nú eða án þess að spyrja kóng né prest...það er náttúrulega mun meira töff.
Hvurnig er það annars með okkur, ætlum við bara aldrei að hittast mér finnst þú alltaf vera annars staðar.Ég fer nú að taka þessu persónulega..bara alveg!
Þangað til sendi ég þér ást og hlýja strauma, svona miðjarðarhafsstrauma
xxx

Anonymous said...

Mér finnst líka alltaf jant sorglegt að taka niður jólin, öll fallegu ljósin, allt fallega góssið og oftar en ekki fer gleðiskapið með í kassann, allt svo tómlegt og dimmt. Fer kannski að taka upp þína siði og skilja alltaf eftir e-ð smá og smá, já eða bara kaupa alltaf e-ð smá jólaskraut yfir árið og setja það beint í hillurnar :D
Og mér finnst sjálfsagt í stakasta lagi að smíðakennarinn sé með léttvínsglas við hönd, ert þú ekki ekki einmitt þessi fortíðar týpa, gömul lög, gamlir tímar og gamlir hlutir það sem gilda híhí :)
Knús í krús og kossar í bolla :*

Anonymous said...

Ég skal trúa því að jólasveinajesúbarninu eina sanna þyki soldið leiðinlegt að kveðja jólin. Úff ég held ég bæti nú bara seríum við ef eitthvað er.Þú skilur kannski eitthvað smá skraut og seríur eftir sem glaðning þegar við komum í heimsókn;)
Bara þessu góða úr fortíðinni sumt er einfaldlega fallegra og betra en annað.Jú ég er gamall fauskur í mér en góður fauskur leyfi ég mér að fullyrða;D
Flugkossar og fallegar huxanir yfir hafið xxx

Anonymous said...

mig langar að sjá peysuna.. pant það..