Friday, January 23, 2009

Allt í lagi?


Þetta eru skrýtnir tímar ,stórbrotnir,sögulegir.
Síðustu dagar hafa verið ótrúlegur tilfinningarússíbani fyrir flesta landsmenn. Ég hef verið svo ótrúlega meyr, fengið gæsahúð hvað eftir annað, tárast,orðið pirruð, reið,tóm, tvístígandi og ringluð en líka stolt.Ég fæ líka oft störu, er þreytt og akkúrat núna er ég með fjörfisk í auganu..sem er soldið sækólegt.
Stundum fæ ég samviskubit og hnút í magann að hafa það samt svona miklu betra en langflestir í heiminum. Hugsa með mér að þrátt fyrir allt og allt erum við heppin en í sömu andrá er mér hugsað til þeirra sem eru að missa allt og hvað þetta er mikið fokking klúður.
Ég var að hlusta á rás 2 síðdegis í dag og þar var dálítið áhugaverður pistill Guðmundar Pálssonar. Hann talaði um að það væri skrýtið á þessum tímum að enginn þeirra sem eiga að heita leiðtogar þessa lands stigi fram og stappaði stáli í fólkið í landinu. Segði því að það myndi birta til um síðir og að allt tæki enda, við værum sterk, við gætum þetta og svo framvegis. Maður á það til að trúa því að það sem maður er að upplifa hverju sinni taki ekki enda.Fólk er reitt,hrætt og ráðþrota. Þegar allt var í uppsveiflu fannst fólki það geta allt,sigrað heiminn,átt hann jafnvel og það væri ekkert sem gæti stoppað það...þetta væri bara svona. Þó svo að manni finnist erfitt að sjá fram úr þessu í dag þá trúi ég því að betra taki við handan við hornið. Það getur vel verið að það þyki barnalegur og einfaldur hugsunarháttur en ég trúi því.Auðvitað.
Það væri samt ekki verra að einhver segði mér það stundum.
Þangað til geri ég það bara sjálf.

3 comments:

Anonymous said...

Já, rússíbanaferðin sem elskulega landið okkar er á fleigiferð í er alveg örugglega ekki nærri því lokið. En við viljum að sjálfsögðu trúa því að henni ljúki sem fyrst, allvega vil ég gera það. Ég fæ alltaf í magann þegar ég fer í rússíbana svo ég hef ekki lagt það upp ú vana minn að stunda þannig áhættu þannig að það er alveg komið gott af magapínu í bili.
6 ára afmælisdagur einkasonarins runninn upp, búið að baka allar kökur og allt heitt brauð, Playmo þema varð fyrir valinu svo það er búið að skreyta stofuna hérna hátt og lágt með öllu fína Playmo-inu sonarins og nú er bara setið og beðið :D Fyrst sem hann gerði í morgun þegar hann vaknaði og það rann upp fyrir honum að Í DAG væri 6 ÁRA afmælisdagurinnn hinn langþráði, var að hlaupa fram á bað, kíkja í spegilinn og kanna hvort hann væri búinn að missa tönn haha ..... :D Bara krúttlegur, hélt bara að um leið og hann yrði 6 ára a.k.a fullorðinn, þá bara dyttu tennurnar ein af annari haha ....
Oh, ég ELSKA afmæli !!!!!
Afmæliskökukexknús frá okkur í Eyjum :*

Ása Ottesen said...

Vá þetta var ææææðisegt blogg :) Þú ert svo mikill snillingur Kolfinnur minn. Kemur manni sífellt á óvart. Ég er svo sammála þér í einu og öllu. Maður er búin að vera í sannkallaðri rússíbanareið...En já það eru ljós at the end of the tunnel ef ég má sletta aðeins. :)

Ást og mikið ljós til þín. Þinn bloggvinur og vinur að eilífu. Ási

Augnablik said...

Mhmm Fjóla það getur verið gaman í rússíbana en þegar hann er stærri og brattari en mann grunaði þá er það viðbjóður..en svo tekur hann líka enda;)
Innilegar hamingjuóskir með afmælisgrísina báða.Playmo er sjúklega skemmtó..við vorum líka með solleiðis tema,samt ekkert heví mikið.
6 ára afmælið er einmitt eitthvað svo stórkostlegt, manni finnst allt gerast upp frá þeim degi.Man alveg eftir því;D

Takk Ási lov þú ert einstakur moli og hjartagull.Og auðvitað er ljós við endann, svo mikið vitum við;)

xxx
Ást,ylur,regnbogar og mjúkir kettlingar
K.