Thursday, January 1, 2009

Glamúr,glys og gleði!
Gleðilegt nýtt ár..2009!!
Ég hef bara góða tilfinningu fyrir því. 9 hefur líka alltaf verið soldið uppáhalds hjá mér.
2008 var eitthvað svo fljótt að líða og við eyddum ekki nema rúmum 4 mánuðum á 'Islandi,þó mér finnist það vera lengra síðan eða styttra eða bara ...æj ég veit ekki.. eitthvað???
Ég er allavega tilbúin, svooo tilbúin í þetta ár + það að stjörnuspáin mín sagði mér það..ég meina:"Atvinnu og fjármál lofa góðu", "mannkostir mínir og kunnátta munu vekja athygli", "rómantíkin mun blómstra", "hamingja og gleði mun ríkja innan fjölskyldunnar" og ég á að sýna vinum mínum hjálpsemi.
Tek þetta allt mjööög persónulega og get ekki beðið!

8 comments:

Ása Ottesen said...

Elsku Kolur minn. Takk endalaust fyrir 2008. Það var sem draumi líkast að fá þig aftur frá Baxe þó að það hafi nú líka verið æði að lesa bloggið þitt. Ég finn á mér að árið 2009 verði magnað hreint. Fullt af nýjum hugmyndum og hittingum. Hlakka til að sjá þig sem fer nú að vera alveg bráðum. Jíbbý.

Þinn vinur og bloggvinur TrenDlover

Ása Ottesen said...

Æ sorry hvað þetta var allt vitlaust skrifað, svona er að skrifa frá New York...hehehe

Augnablik said...

Já lover þetta verður árið okkar!;D
Þetta kemur ekkert vitlaust út hér þó þú sért að skrifa frá NEW York heppni hundur?*
Bið að heilsa Jónu og Bigga og hlakka svo mikið til að hitta þig og sjá árið 2009..þú verður örrugglega allt öðruvísi en 2008;)
Kossar og ást til ykkar
xxx

Anonymous said...

Gleðilegt ár elsku Kolla mín og takk fyrir allar góðar og gleðilegar stundir 2008... munu þær verða enn fleiri 2009... vittu til. Takk líka fyrir skemmtilegan áramótahitting... reglulega skemmtilegt hjá okkur :-)

kv. Margrét

Anonymous said...

Ég hef líka rosa góðan tilfinningu fyrir árinu 2009, held að það verði bara mjög gott ár, líka elska þessa tilfinningu þegar nýtt ár byrjar, maður fyllist af svo miklum eldmóði.
Ást í poka
Ábba

Augnablik said...

Jáhahá meiri góðar og gleðilegar stundir, já og stööööð líka!!
Það var mjög svo gaman hjá okkur en sjizz hvað ég er léleg í gítarhero men og ég var að spá í með þennann rauða varalit sem ég prófaði á handarbakinu...það eru ennþá leifar af honum..greinilega þrusu varalitur;D
Svo sammála Ábba maður er svo ferskur og fullur af orku og hugmyndum á nýju ári..spurning um að virkja þær áður en maður leggst aftur í dvala;)
Kossarxxx

Anonymous said...

Elsku elsku þið.
Gleðilegt sítt hár og takk fyrir yndislegar stundir í Baxe og ennþá betri bloggstundir á árinu sem er að líða. Guð blessi bloggið hehe :D
Við byrjuðum einmitt árið á að taka allt hérna í gegn hjá okkur full af orku og gleði sem við ætlum að láta fylgja okkur inní nýja árið.
Hlakka svo svo mikið til að hitta ykkur öll sem eitt á árinu 2009 og ég vona nú að það verði oftar en einu sinni ...
Faðmlög, flugeldar og kossar til ykkar á nýju ári :*

Augnablik said...

Játs gleðilegt hár og jeiheihei okkur hlakkar líka svo til að dugga eða svífa yfir til ykkar!!!
Ást,orka og eilíf hamingja til ykkar..ættum við svo kannski að sækja um þátt á ÍNN svona uppfullar af gleði og orku ha?;D
xxx