Wednesday, January 28, 2009
Myndastand...ur
Á fimmtudögum kenni ég yngstu krökkunum í skólanum smíði þegar almennum skóladegi er lokið.
Þau eru svo einlæg og fyndin og spennt. Í fyrsta tímanum eftir jól ákvað ég aldrei þessu vant að leyfa þeim að leira frjálst með sjálfharðnandi leir. Allir fengu jafnstóra kúlu og máttu gera það sem þeim datt í hug. Það kom ýmislegt út úr því, m.a. gsm símar, dúkkurúm hundaskál, kertastjaki, snúðar og fleira smálegt. Einn var samt í stökustu vandræðum og datt ekkert í hug að gera. Hann vöðlaði leirnum fram og aftur og kvartaði yfir því að hafa ekki hugmynd um hvað hann ætti að gera úr honum. Næst þegar ég leit á hann sagði hann sigri hrósandi að hann væri búin að ákveða sig..."þetta er sko svona myndastandur og mamma getur bara hengt myndina hérna ef hún vill"
Það besta er að mamma hans er kennari í skólanum.
Ég get ekki beðið eftir sjá hvernig hann málar gripinn en hlakka samt mest til þegar hann fer með hann heim. Hann fær kennaratyggjó með.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
Ehe,sér enginn það sem ég sé?
Ég verð þá bara freudísk (úúú vitlaust skrifað sálfræðiorð) með sjálfri mér hehehe;)
best replica bags online 2018 Source r9z29k4u52 replica bags review replica bags wholesale click over here i7f71u6z64 replica radley bags replica bags from korea hermes replica handbags c1z32t4c94 7a replica bags wholesale
Post a Comment