Sunday, January 4, 2009

Gulan...
Við fjelskyldan vorum á leið í afmælisboð hjá frábærri frænku þegar í ljós kom að minnsti var kominn með hita.
Ég tók að mér að dúllast heima með hann og taka smá myndir af góssi gærdagsins og aðeins eldra líka. Frúarblöðin fínu úr Koló fyrir jól,þegar ég í bjartsýniskasti dró alla fjölskylduna með mér þangað inn og það án þess að gefa þeim pulsu fyrst.Það var samt algjörlega þess virði þegar ég leit blöðin augummmm og tók þau með mér heim.
Klippimyndin frá því á laugardaginn. Spegillinn og rammin eru reyndar frá ömmu en þeir eru í herberginu og eru svo fínir að ég gat ekki hunsað þá.
Litli útsaumsdúkurinn sem á eftir að fá hlutverk og útsölukjólarnir 3 sem minna á sumar og sól í myrkrinu.
Já og það er bara svona gul filtersbirta yfir öllu í herberginu okkar,til að fegra okkur og auka sjálfstraustið.

7 comments:

Anonymous said...

Gvuð hvað þetta er fallegt alltsaman. Kjólarnir guðdómlegir og útsaumurinn ekki síðri.

Ykkar Funa var sárt saknað í partýinu og öruggt að þið hefðuð notið ykkar vel í því góða gilli.

Anonymous said...

fallegt fallegt fallegt :)
aaaað vanda. Sé að þú hefur fundið þér eitt og annað í portinu er kennt er við kol ...ég kem bara með næst.
knúsar
Selma

sorry en þetta orð er bara of fyndið: "gaterdis" sko ég túlka það sem krókódíladísin hehe

Anonymous said...

vá hvað það er orðið allt allt alltof langt síðan ég fór í kolaportið, synd að segja þetta bara. Fer pottþétt barnlaus í næsta skiptið og ætla að eyða heilum degi þar bara með mér, kannski að ég bjóði einhverjum vel völdum vinkonum með mér :D En þær megi alls ekki trufla mig mikið híhí.
Þú, elsku Kolla mín, gæðir alla hluti nýju lífi með fallegu myndunum þínum, veit ekki hvar ég væri ef ég hefði ekki þessa síðu þína til að gleðjast yfir ;)
smack smack :*

Já, mitt orð er s.s fatoxi : túlka það sem annað hvort foxi eða það að ég sé fat og þurfi detox hahahaha ......

Augnablik said...

Ohh já, okkur langaði svo mikið að koma...við njótum okkar alltaf einstaklega vel í gillum;)Eigum það til góða.
Já krókódís við skellum okkur saman við tækifæri alltaf svo gott að vera í góðum selskap hoho. Ég er alltaf game!
Það þýðir sko ekkert annað en að fara barnlaus og eiginlega mannlaus líka svo mar njóti sín til fullnustu.Ég er svo upptekin að gramsa og góna að ég lofa að trufla þig ekki neitt..nema til að sýna þér eitthvað fabjúlus sem þú verður að eignast;)Þúsund þakkir fyrir hlý orð ljúfust og það er tvímælalaust foxííí´!!
Ástxxx

Anonymous said...

Mу brоthег гecоmmended I
would possіblу like thіs blog.

He ωaѕ totallу right. Τhis put up actually
made my ԁаy. You can not imaginе juѕt hοw a
lot timе I had spent fоr thiѕ info!
Thank you!
Here is my site ; laseretched.co.uk

Anonymous said...

Τhese are in faсt wonderful ideas in regarԁing blogging.
Υou have touсheԁ ѕomе good things here.

Any ωaу κeеp up wrinting.
Also visit my homepage :: crystal pictures

Anonymous said...

Woаh! I'm really digging the template/theme of this website. It's sіmрle,
yet еffective. A lot of timeѕ it's very difficult to get that "perfect balance" between user friendliness and visual appearance. I must say you'νe
donе a superb job wіth thіѕ.

In addіtion, thе blog loadѕ extremely quіcκ for me on Safari.
Outѕtanding Blog!
My web page ; join us