Saturday, January 3, 2009

Laugardagur til lukku








Ég hitti nokkrar stórgóðar vinkonur í hádegismat þar sem við kjöftuðum,borðuðum misstóra skammta af mat og drukkum smá kaffi...já mér finnst ég verða að minnast á það sérstaklega heh.
Að hádegisverði loknum tvístraðist hópurinn en sumar fóru að versla smá eins og til dæmis 3 kjóla á 3000 kr., dáháásamlega fagra klippimynd (mynduð síðar) og pínulítinn ísaumaðann dúk eða eitthvað slíkt sem má nota til skrauts.
Jebb heppnin var með mér í dag og svo var ég líka í svo frábærum félagsskap. Scoore!

6 comments:

Anonymous said...

Já, mér sýnist þetta sko aldeilis hafa verið laugardagur til lukku :D
Þarf einmitt alveg að fara að koma til borgarinnar stóru og skella mér í Kolaportið og alls kyns álíka verslanna :D Þarf nefnilega að fara að finna mér e-ð fallegt snyrtipunt á snyrtistofuna mína, eða í snyrtiherbergið mitt segi ég kannski frekar híhí. Langar líka mikið að skella mér á Selfoss og kíkja á maddömmurnar, sú búð er hreinn unaður : http://www.maddomurnar.com/index.htm
Hlýjar kveðjur á votviðrisdögum og hittumst hressar á INN !!! Jibbýkóla !!!

Anonymous said...

Og já, klukkan er korter í 3 :s
Sýnist ég vera farin að taka upp B lífstíl þinn Kollan mín góð blikk blikk .....

Anonymous said...

Lucky bastard :) Var góð mæting í brunch??

Augnablik said...

Já Fjólus þú verður að kíkja í Koló og allt hitt skranið og finna fínt á stofuna þína..get ekki beðið eftir að sjá;D Mig langaði einmitt svo að kíkja í Maddömurnar fyrir jólin en ekkert varð úr:( Frétti nebblega að þær væru að fara að loka..buuh getur það verið?
Ég var einmitt að veggfóðra stúdíóið okkar í INN mega flippað svo nú getum við bara byrjað!;D
Er að fíla þig miss B.

Það mættu allar nema Ábba og þið systur og við söknuðum ykkar sárt. Hlakka til að sjá þig lukka!
xxx

Anonymous said...

Nei nei, þær eru ekki alveg búnar að loka þessar elskur, eru bara með þetta í bílskúrnum hjá einni og hafa opið bara á föstudögum. En ef manni langar að koma á öðrum tíma þá á bara að hringja á undan sér, voða hómí bara e-ð hjá þeim :D Við kannski tökum bara road trip til þeirra næst þegar ég verð í bænum, gerum okkur glaðan dag og kíkjum á landsbyggðina híhí ;)

Augnablik said...

Nú jæja það er aldeilis gott að heyra, við skellum okkur í landsbyggðarleiðangur,ekki smurning!
xxx