Sunday, January 11, 2009

Ammó













Góðfrændi í miklu uppáhaldi hélt upp á 4 ára afmælið sitt á laugardaginn.
Litríkt og frábært afmæli með eindæmum. Risaeðluborðskrautið sló algjörlega í gegn, líka piparkökuhúsið sem börnin máttu brjóta, fiskasnakkið,
harmonikkuafmælissöngurinn, bílabrautin,dótið,krakkarnir og allar dásamlegu kræsingarnar!
Jólagjöfin frá okkur fékk að fara upp á vegg í heilu lagi, jess.
Partýið framlengdist svo í náttfatapartý hjá yngsta sem fílaði fjörið í botn.

7 comments:

Anonymous said...

Vúúúú. Þetta er bara gebbalings kúl. Allt lítur svo vel út sem myndavélin þín sér. En ammælið stóð algerlega undir væntingum heimafólks og ekki síst vegna þess að gestirnir stoppuðu í marga tíma svo við áttum dýrmætar stundir öll saman. Næturgesturinn lét nú bara ekki eins og neinn gestur heldur eins og heimamaður sem þekkti ekkert betur en ákkúrat þær aðstæður sem hann var í. Fór með á jólagill og ákvað bara að standa inni í hringnum þegar heimamenn dönsuðu í kringum jólatréð. Alger snillingur drengurinn sá.

Augnablik said...

Játs þetta var algerlega frábært frá A til ö eins og ykkar er von og vísa.Endalaust gaman hvað frændurnir eru góðir saman...Gaman að fylgjast með þessari þrennu í framtíðinni;D Og já, mínum finnst sko fátt skemmtilegra en að láta snúast í kringum sig hehe.
Þúsund þakkir fyrir okkur gull.
xxxKossar

Anonymous said...

Vá, en ævintýralegt ammó !!! Trúi vel að allir hafi skemmt sér konunglega í þessum litríku og skemmtilegu veislu :D
Er einmitt að reyna að fatta upp á einhverju skemmtilegu stráka og stelpu þema, síðasta sameiginlega ammóið áður en einkasonurinn byrjar í skóla :D Allar hugmyndir vel þegnar !

Takk fyrir hárhrós elsku Kollan mín. Ég er allavega mjög svo ánægð með nýja hárskrautið mitt, voða þægjó að vera í svona *stuttaháriðfélaginu* :D Og þetta er svo sannalega gleðilegt nýtt hár hehe :D

Hárlokkar, hárspennur, kossar og knús xxx

Anonymous said...

HárKolla

Augnablik said...

Ævintýralegir gestgjafar og gestir líka;)
Já og þú ert svooo fín,ég skal trúa að þú sért ánægð..hehe hárKollan er eiginlega komin í millisíðhársfélagið,ekkert spes týpa það;)
Þema, uuumm en eitthvað svona hawai strandaþema, allir í litríkum fötum, suðrænir ávextir,blómamynstur,sandalar og ermalausir bolir alltaf hressandi í grámyglunni.
Dýraþema,heimagerðar ofurhetjur, neðansjávar,einhver litur eða litir,trúðar(jæks nú hræddi ég sjálfa mig) nú eða bara hárkollur ;D..ekki meira í bili
xxx

Anonymous said...

ummm, úr mörgu að velja hehe :D
Er að koma í bæinn á morgun og ætla að stoppa fram á laugardag. Ég ætti að geta farið í ammælisleiðangur þá og fundið e-ð skemmtilegt. Stoppa líka extra lengi til að geta skellt mér í koló og fundið e-ð skemmtilegt góss :D

Augnablik said...

Hehe já missti mig aðeins í þemanu.
Og hei ef þú vilt félagsskap í Kóló eða hefur tíma í kaffi ,þá endilega hóaðu í mig ;D