Wednesday, February 9, 2011

Rautt flauel







Ég er haldin ólæknandi kökufetishi.
Fyrir skírnina prófaði ég að gera rauða flauelsköku (Red velvet cake) í fyrsta skiptið og örugglega ekki það síðasta. Nú ætla ég að reyna að prófa minnst eina nýja köku fyrir hvern fögnuð...sjáum til.

Rauð flauelskaka

250 g hveiti
1 tsk. lyftiduft
1 tsk. matarsódi
1/2 tsk. salt
2 msk. kakó
120 g smjörvi (eða smjör)
270 g sykur
3 egg
240 ml súrmjólk
2 msk. rauður matarlitur
1 tsk. vanilludropar


Sigtið hveiti, lyftiduft, matarsóda, salt og kakó saman í skál og geymið. Hrærið smjör í hrærivél í u.þ.b. 2 mín., bætið sykri saman við og hrærið áfram í 2-3 mínútur. Setjið egg saman við, eitt í einu og hrærið vel á milli. Hellið súrmjólk í skál og hrærið matarlitnum saman við ásamt vanilludropunum. Hellið þessu út í hrærivélaskálina til skiptis við þurrefnin. Gætið þess að hræra ekki of lengi. Skiðtið deiginu í tvö 24 cm smurð form (ég setti deigið í hjartaform og restina í muffinsform) bakað í 20 mín. við 180 gráður eða þangað til prjónn sem stungið er í kökurnar kemur hreinn út. Kælið kökuna vel áður en kremið er sett á (annars lekur það út um allt).

Krem:

1 dós (stór) rjómaostur
4 msk. smjör
1 tsk. vanilludropar
250 g flórsykur
2 1/2 dl rjómi, þeyttur

Hrærið rjómaost í nokkrar mínútur eða þar til hann er orðinn mjúkur og bætið þá smjöri saman viðásamt vanilludropum. Skafið niður hliðarnar á skálinni og bætið síðan flórsykri út í. Hrærið að lokum þeytta rjómanum varlega saman við. Geymið í kæli í u.þ.b. 1 klst. eða þar til kremið er orðið nógu stíft til að setja á kökuna.

11 comments:

Kristrún Helga(Dúdda) said...

Æði :-)

Ása Ottesen said...

Úfff slef komið í minn munn :)

Kolla sælkeri, þessi uppskrift fer í bókina!

xx

Augnablik said...

Mmmjá mér fannst hún rosa góð og maður getur alltaf bætt góðu við í bókina;)

Fjóla said...

uuuummmmm .... hljómar delicius þessu uppskrift!

Harpa rut said...

Mér finnst góð hugmynd að staðfesta skírnina, kannski bara svona mánaðarlega.

Augnablik said...

Skírnarstaðfesting er frábær hugmynd og ég fer strax í málið*

Makeup Bútík said...

nammnammm.. Girnilegt!!!

Anonymous said...

Vá en fínt, langar að prufa þessa.

En uppskriftin að kreminu er væntanlega kremið sem er á milli botnanna. Hvað setur þú ofan á kökuna?
Kv. Arna

Augnablik said...

Alveg þess virði að prófa*
Það er sumsé sama krem á milli og ofan á og á muffinskökurnar set ég kremið bara ofan á;)

Anonymous said...

this post review Source click to read try this web-site Your Domain Name

Anonymous said...

z7x71z2m97 u1k48w8e19 j5a05j1w12 j2k63m7g50 c6i25v0f34 w8r10t0u84