Friday, February 18, 2011

Hækkandi






Hækkandi sólin gleður mig svo óendanlega.
Krummar að krunkast á, fínasta vagnteppið frá góðvinkonu, eskimói í vagni, andahjón að kafa og glensari í torfæruleik. D-vítamín af bestu gerð.
Skammdegið var þá ekki eins langt og mig minnti.

16 comments:

Kristrún Helga(Dúdda) said...

Ó þvílík dásemd!

Gott að sjá að þú kannt að njóta :-)

Fjóla said...

Dásamlegt!

Blessuð sólin elskar allt
allt með kossi vekur,
haginn grænn og hjarnið kallt
hennar ástum tekur.

Augnablik said...

Já það er sko yndi að fara út að ganga í akkúrat svona veðri, sól stillt og pínu kalt en samt ekki af því að maður er svo dúðaður;)
Blessuð sólin elskar allt og ég elska hana á móti*

Anonymous said...

ó já það er bara stór geðpilla þegar þessi gula fína fer að skína svona mikið :)
elskidda!

xxx
S

Lára said...

fallegur eskimóinn og stór bróðirinn auðvitað líka..

Augnablik said...

Þeir eru æði og ekki gleyma glæsimannalega teppinu snillibrandur sjúllason*

Harpa Ruth said...

Ég minni á að það er alltaf gott veður í Laugardalnum, þar skín sólin skært flesta daga ársins og þar er meira krummalíf en víðast hvar annars staðar.

Augnablik said...

Þetta er allt í vinnslu;)

Unknown said...

Myndirnar þínar og bloggin fá mig alltaf til þess að sakna Íslands...
Virkilega fallegar myndir:)

Ása Ottesen said...

Svo sammála þér Kolla. :) Ég finn mikla gleði í hjarta mínu. Mið-feb er greinilega frábært tími, ég sem bjóst við því í apríl. :)

xx

Augnablik said...

Takk Dóra, Ísland er svo ljómandi fínt;)

Já pældu í þessu lover og ímyndaðu þér hvernig okkur verður þá innanbrjósts í apríl eða maí haaaa!
Höldum upp á þetta með kaffi strax***

Elísabet Gunnarsdóttir said...

Dásamlega fallegar myndirnar þínar allar xx

Augnablik said...

Takk kærlega Elísabet*

Birna Helena said...

Myndirnar þínar eru svo dásamlegar, allt svo fallegt og skapandi. Ég fæ löngun til þess að skapa e-ð fallegt þegar ég skoða þær.

Harpa said...

Elska andarassamyndina :D

Augnablik said...

Takk fyrir falleg orð Birna Helena,virkilega gaman að heyra;)

Já Harpa þau voru svo önnum kafinn og frábær þessi andahjú*