Friday, July 3, 2009
Kyssast upp á títuprjón
Brúðhjónin geislandi fögru færðu sig upp um flokk í þjóðskrá á besta hátt sem hugsast getur.
Undir berum himni í dásamlegasta veðri sumarsins ,við gullfiskatjörnina, í faðmi fjölskyldu og vina, undir harmonikkuleik, við söng Sólheimakórsins (innlifunin og einlægnin fékk mig til að gráta),undir lúðrablæstri,rósablöðum,blaktandi fánum og gleðitárum.
Og kvöldið var í þann mund að hefjast...
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
10 comments:
Kolla þessar myndir eru algert yndi. Ég tárast og verð að bráðnu smjöri. Þetta var náttúrulega eins og í einhverju ævintýri en myndirnar þínar minnka ekkert ævintýrablæinn. Takk, takk, takk mín kæra.
Á hvaða vél varstu að taka þessar myndir??? ... það er eins og þetta séu myndir frá því í gamladaga. Ótrúlega flottar!!!
kv. Margrét
Mín var ánægjan blómið mitt...mér finnst nú alls ekkert leiðinlegt að taka myndir;)
Þetta er bara tekið á vélina mína(eins og þína)og svo aðeins fiktað í þeim...fortíðarþráin að gera út af við krakkann;)
***
Frábærar myndir af fallegum atburði :)
snillingur
luv
Selmi
i like these a whole lot, what sort of camera did you use?
Ég skil... fiktaðirðu þá eitthvað áður en þú tókst þær eða mixaðirðu þær í Photoshop??? Kemur svo vel út :-)
Þurfum eiginlega bara að fara að hittast og þú sýnir mér þetta allt saman.
Kv. Margrét
Til hamingju með Bjarkabró og frúnna hans :)
Ávallt unaður að skoða þessar myndir þínar ungfrú Kolfinna, allt svo ótrúlega fallegt og draumkennt. Þetta brúðkaup hefur verið algjört ævintýri og þú bætir auðvitað kremi á kökuna með öllum fallegu myndunum þínum :)
xxx
Fjolls :)
Takk seli minn ljúfi*
Thanx manuscript..I use a Canon EOS 1000D and then did a little work on these particular pictures ;)
Já ég vann þær eftir á..kannski get ég sýnt þér kjammsandi á skötuselsspjóti hehe.
Takk fraulein Fjólí*Þetta var sannarlega draumi líkast í alla staði og miklu meira en það.
Góða skemmtun á goslokahátíðinni..er það ekki annars um þessa helgi?
Ást
xxx
kolur.. myndalegi myndasmiður..
Mig langar líka að vita hvað þú mixaðir..
Beautifull allt saman..
Þakkir Lalli minn...þetta er gert í forriti sem heitir Gimp og hægt er að hlaða niður frítt. Ég er ekki með photoshop núna en það er hægt að notast eitthvað við þetta ;)
***
Post a Comment