Friday, July 3, 2009

Kyssast upp á títuprjón











Brúðhjónin geislandi fögru færðu sig upp um flokk í þjóðskrá á besta hátt sem hugsast getur.
Undir berum himni í dásamlegasta veðri sumarsins ,við gullfiskatjörnina, í faðmi fjölskyldu og vina, undir harmonikkuleik, við söng Sólheimakórsins (innlifunin og einlægnin fékk mig til að gráta),undir lúðrablæstri,rósablöðum,blaktandi fánum og gleðitárum.
Og kvöldið var í þann mund að hefjast...

10 comments:

Frú Harpa said...

Kolla þessar myndir eru algert yndi. Ég tárast og verð að bráðnu smjöri. Þetta var náttúrulega eins og í einhverju ævintýri en myndirnar þínar minnka ekkert ævintýrablæinn. Takk, takk, takk mín kæra.

Anonymous said...

Á hvaða vél varstu að taka þessar myndir??? ... það er eins og þetta séu myndir frá því í gamladaga. Ótrúlega flottar!!!

kv. Margrét

Augnablik said...

Mín var ánægjan blómið mitt...mér finnst nú alls ekkert leiðinlegt að taka myndir;)

Þetta er bara tekið á vélina mína(eins og þína)og svo aðeins fiktað í þeim...fortíðarþráin að gera út af við krakkann;)
***

Anonymous said...

Frábærar myndir af fallegum atburði :)

snillingur
luv
Selmi

manuscript72 said...

i like these a whole lot, what sort of camera did you use?

Anonymous said...

Ég skil... fiktaðirðu þá eitthvað áður en þú tókst þær eða mixaðirðu þær í Photoshop??? Kemur svo vel út :-)
Þurfum eiginlega bara að fara að hittast og þú sýnir mér þetta allt saman.

Kv. Margrét

Fjola said...

Til hamingju með Bjarkabró og frúnna hans :)
Ávallt unaður að skoða þessar myndir þínar ungfrú Kolfinna, allt svo ótrúlega fallegt og draumkennt. Þetta brúðkaup hefur verið algjört ævintýri og þú bætir auðvitað kremi á kökuna með öllum fallegu myndunum þínum :)

xxx
Fjolls :)

Augnablik said...

Takk seli minn ljúfi*
Thanx manuscript..I use a Canon EOS 1000D and then did a little work on these particular pictures ;)

Já ég vann þær eftir á..kannski get ég sýnt þér kjammsandi á skötuselsspjóti hehe.

Takk fraulein Fjólí*Þetta var sannarlega draumi líkast í alla staði og miklu meira en það.
Góða skemmtun á goslokahátíðinni..er það ekki annars um þessa helgi?
Ást
xxx

Lára said...

kolur.. myndalegi myndasmiður..
Mig langar líka að vita hvað þú mixaðir..
Beautifull allt saman..

Augnablik said...

Þakkir Lalli minn...þetta er gert í forriti sem heitir Gimp og hægt er að hlaða niður frítt. Ég er ekki með photoshop núna en það er hægt að notast eitthvað við þetta ;)
***