Wednesday, July 1, 2009

Óðfluga





Brúðkaupið nálgaðist eins og óð fluga. Við frekar sein eins og venjulega en aðeins lengra frá en venjulega.
Þegar ég var búin að hlaupa inn aftur fjórtán sinnum eftir að ég var sest inn í bíl ákváðum við að þetta væri komið gott og við gætum ekki verið að gleyma neinu. Þurftum svo að snúa við í Ártúnsbrekkunni og sækja fremur mikilvægan part í ræðuna.
Klessti andlitinu á í bílnum, umkringd nýtíndum blómum úr garðinum...vegna þess að sveitin bauð mestmegnis upp á sóleyjar og lúpínur og mér fannst okkur vanta aðeins fleiri liti.
Eftir því sem við nálguðumst Sólheima hækkaði hitastigið, sólin skein skærar og sveitin skartaði sínu fegursta í tilefni dagsins.
Þetta gat ekki orðið annað en ógleymanlegt.

5 comments:

Anonymous said...

ummm hvað þetta hljómar vel!
örugglega draumabryllup

kv. Selma

Augnablik said...

Það var það svo sannarlega...algjör draumur!

Lára said...

sá myndir hjá Hörpu sjálfri..
Þetta hefur augljóslega verið alveg frábært..
Svo sæt..

Frú Harpa said...

Spennan er í hámarki:)

Augnablik said...

Hjeppinn Lalli...meisbúkk klikkar ekki;)Þetta hefði barasta ekki getað verið betra og þau náttúrulega sjúklega sæt og happí*

Já frú mín góð ég er að vinna í þessu hehehe ;D