




Við fórum í fyrstu útilegu sumarsins um miðjan mánuðinn.
Fikruðum okkur rólega af stað úr sumarbústað og þaðan í Fljótshlíðina þar sem sveitin lítur út eins og mjólkurauglýsing. Tók myndir út um gluggann af himninum og því sem honum fylgdi. Okkur fannst samt vissara að slást í för með góðu fólki sem hefur nýverið fengið allar helstu græjur til þess að lifa af í nátúrunni í brúðkaupsgjöf* Öryggisráðstöfun...fyrir utan það að vera í einstaklega frábærum félagsskap.
2 comments:
elska Ísland og íslenskt sumar :) Finn lykt af blómum og grenið við að að skoða þessar myndir...Mmmm svo sumarlegt og notalegt.
xoxo
Það er það bezta í heimi!Og lyktin af blómum,berjalyngi og blóðbergi mmmm***
Post a Comment