







Eftir að við keyptum háfinn ákváðum við að fara strax að prófa gripinn. Yngsti meðlimurinn er samt ekki alveg að ná þessu veiði orði og tönglaðist sífellt á að við værum að fara að meiða fiska...við: "nei VEIÐA fiska" og hann alveg: "já meiða fiska" (hver er munurinn?)
Að því sögðu skelltum við okkur á hjólin og lögðum af stað í meiðileiðangur vopnuð háfinum og einni glerkrukku.
Ég hafði ekki búist við nema kannski 3 sílum ef við værum heppin en það var mokveiði á nokkrum mínútum krökkunum og okkur til mikillar gleði. Þegar þau voru búin að sýna öllum í hverfinu fenginn, héldum við í grill til góðra vina langt fram á kvöld.
No comments:
Post a Comment