Sunday, May 10, 2009

Það jafnast ekkert á við....







...Sveitaferð.
Ég vorkenni dýrunum samt alltaf og fannst kindurnar sérlega flóttalegar. Ein eignaðist lamb fyrir framan augun á okkur en ég vildi ekki trufla hana og mér sýndist hinar ekkert vera upprifnar með félagsskapinn.
Stelpan á bænum tjáði okkur hversdagslega að kálfurinn væri á leið í sláturhúsið og það væri skemmtilegast að taka á móti lömbunum...maður træði hendinni bara inn og kippti þeim út en stundum deyja þau. Ég myndi sennilega ekki endast út daginn.
Ég er kindahvíslarinn.

2 comments:

Fjóla said...

Ég er svo mikil malbiksmanneskja þegar kemur að dýrum, er hrædd við öll dýr, annað en börnin mín tvö, alveg dýrasjúk !

Annað, er Hr. funheitur bara kominn með hlaupabóluna ??? Eru þið þá hætt við að koma til okkar :( ???

Augnablik said...

Mér finnst dýr æði en vorkenni þeim bara í svona leikskólaheimsóknaraðstæðum og ég vil helst ekki sjá þau fyrir mér á leið í sláturhúsið;)

Hann er að vísu með hlaupabólu en ég held að hún sé í rénun svo planið helst óbreytt. Vúhaaa!
xxx