Tuesday, May 26, 2009

Hégómi


Ennþá úúút í Eyjum.
Á göngu minni rambaði ég á bókamarkað til styrktar björgunarsveitinni. Bækurnar voru hver annari fegurri, á spottprís, ég bara með debet og hraðbankinn bilaður!Ég dó ekki ráðalus, fór í blómabúðina, keypti mér blómafræ og fékk að taka yfir á kortinu.
Fyrsta bókin sem ég rak augun í úti í glugga var Sjafnaryndi, eldgömul bók ástarlísins með mörgum og mjög grafískum teikningum. Ég vissi strax að ég yrði að gefa vinum okkar í Eyjum þessa í innflutningsgjöf. Verst að ég á engar myndir af henni en þið verðið að trúa mér þegar ég segi að hún er hreinn unaður á að líta. Næsta bók var Pollýanna í eldgamalli útgáfu og ég vissi að ég yrði að gefa gestgjöfum okkar þessa. Einnig tók ég með mér tvær ljósmyndabækur sem eru svo mikið gull að ég er hreinlega ekki að trúa því svo ekki sé minnst á 10 stykki kiljur úr rauðu seríunni , Ísfólkinu og fleiri æsispennandi bókaflokkum. Kiljurnar valdi ég eingöngu eftir titlinum og myndinni á kápunni sem er grunnhyggið og súrt þar sem ég tel fegurðina að sjálfsögðu koma innanfrá. Það á þá eftir að koma ljós hvort að ég hafi dæmt ranglega af kápunni einni saman.
Ég hefði getað haldið endalaust áfram en sökum þess að ég átti aðeins einn seðil varð ég að láta staðar numið. Borgaði meira að segja síðustu bókina (sem góðu konurnar ætluðu ekki að rukka mig fyrir) með blómafræjum.
Þvílíkur fjársjóður!

5 comments:

Anonymous said...

úúúú fallegi stjörnu rómansinn minn er s.s. úr þessari frægðarför ;)
en yndislegt ...takk fyrir að tíma henni kollus minn
ég er búin að grípa niður í nokkrar setningar og maður bara roðnar við lesturinn - sem er gaman ;)

ást í poka
Selmingur

Fjóla said...

Ég ætla einmitt að leggja leið mína á þennan bókamarkað á laugardaginn, alveg spes ferð, bara ég ein með mér og fullt fullt af dulafullum bókum. Mig er strax farið að hlakka til og er eiginlega bara búin að hlakka til síðan þú, ekki frá eyjunni fögru, sagðir mér, sem er frá eyjunni fögru frá þessum bókum :)

Nú er ég glöð fyrir allt !
Gleði og hamingjuknús að hætti Pollý.
xxx

Augnablik said...

Það kom nú ekki annað til greina en að dreifa boðskapnum og ástinni;) Þemahugmynd: Við sem dömurnar á kápunni í leshring þar sem væri gripið niður í setningar af handahófi,satínlök,kertaljós og allir sjóðandi...þú verður þessi allsbera mkei?

Ohh Fjóla nenniru að kaupa restina af Rauðu seríunni,Ísfólkinu og hinum kiljunum, þetta er aðeins of gott til að láta bara liggja á klámbekk. Svo er fullt af öðru góssi og ég held svei mér að ég hafi vart séð eina óáhugaverða bók. Og til styrktar góðu málefni..fimmunaaa!
xxx

Anonymous said...

hahaha, já hljómar lúmskt spennandi og skemmtileg kvöldstund ;)
set þetta í nefnd

Selms

Augnablik said...

Jáhá þetta verður ógleymanleg stund*
Sé þig eftir smá
xxx