Saturday, May 30, 2009
Friður sé með yður
Enn úr Eyjum.
Um leið og við stigum fótum okkar á Eyjuna leið okkur eins og konungbornum. Hver dýrindismáltíðin á fætur annari, langir göngutúrar, skemmtun, slökun, sjóarar með sorakjaft en samt svo meyrir, silfur í Júró, gamlar hetjur, Stjórnin, daginn eftir borgari,meiri göngutúr og meira og meira skemmtilegt.
Allt svo fallegt og gott síðasta daginn á eyjunni fögru.
Þúsund þakkir fyrir okkur kæru vinir, við munum koma aftur og aftur!
Fyrir tvo
Thursday, May 28, 2009
Mánudagskvöld
Mánudagskvöld.
Ein er að verða Doktor,önnur að opna veitingastað. Vinkonurnar slógu tvær flugur í einu höggi og fögnuðu doktornum á nýja veitingastaðnum.
Borðið svignaði undan kræsingunum og ég fann nýja uppáhalds hamorgarann minn með 6 tegundum af sósum við dúkað borð og ég varð södd fram á morgun..mæli með Brauðbæ!
Hlógum,ærsluðumst,átum, drukkum,plottuðum og spáðum fyrir framtíðinni.
Þegar við komum út var kvöldið eins og leikmynd.
Tuesday, May 26, 2009
Hégómi
Ennþá úúút í Eyjum.
Á göngu minni rambaði ég á bókamarkað til styrktar björgunarsveitinni. Bækurnar voru hver annari fegurri, á spottprís, ég bara með debet og hraðbankinn bilaður!Ég dó ekki ráðalus, fór í blómabúðina, keypti mér blómafræ og fékk að taka yfir á kortinu.
Fyrsta bókin sem ég rak augun í úti í glugga var Sjafnaryndi, eldgömul bók ástarlísins með mörgum og mjög grafískum teikningum. Ég vissi strax að ég yrði að gefa vinum okkar í Eyjum þessa í innflutningsgjöf. Verst að ég á engar myndir af henni en þið verðið að trúa mér þegar ég segi að hún er hreinn unaður á að líta. Næsta bók var Pollýanna í eldgamalli útgáfu og ég vissi að ég yrði að gefa gestgjöfum okkar þessa. Einnig tók ég með mér tvær ljósmyndabækur sem eru svo mikið gull að ég er hreinlega ekki að trúa því svo ekki sé minnst á 10 stykki kiljur úr rauðu seríunni , Ísfólkinu og fleiri æsispennandi bókaflokkum. Kiljurnar valdi ég eingöngu eftir titlinum og myndinni á kápunni sem er grunnhyggið og súrt þar sem ég tel fegurðina að sjálfsögðu koma innanfrá. Það á þá eftir að koma ljós hvort að ég hafi dæmt ranglega af kápunni einni saman.
Ég hefði getað haldið endalaust áfram en sökum þess að ég átti aðeins einn seðil varð ég að láta staðar numið. Borgaði meira að segja síðustu bókina (sem góðu konurnar ætluðu ekki að rukka mig fyrir) með blómafræjum.
Þvílíkur fjársjóður!
Monday, May 25, 2009
Sagan endalausa
Beygla
Sunday, May 24, 2009
Ahhhh...
Subscribe to:
Posts (Atom)