Wednesday, March 18, 2009

Madre mia!





Ég hef minnst á það áður að hús móður minnar er fullt af fjársjóðum.
Eitt af mínu uppáhalds eru skúffurnar sem geyma allar gömlu myndirnar sem einhverra hluta vegna hafa ekki komist í albúm. Meðal þeirra eru slidesmyndir í tuga ef ekki hundraðatali.
Það er til svona tæki, eins og pínulítið sjónvarp til að skoða þær í en það vantar eitthvað í það svo ég fékk ekkert ljós. Í staðinn tók ég myndir af myndunum í gegnum pínulítið gat á minna tæki svo litirnir og gæðin skila sér ekki nógu vel... þær eru hundrað sinnum betri í raunveruleikanum.
Ég hafði ekki skoðað þær í langan tíma en þær hitta mig alltaf beint í hjartastað.
Og þó að ég hafi ekki verið nálægt því að vera fædd þegar þær voru teknar, langar mig að hoppa inn á nánast hverja einustu.

12 comments:

Anonymous said...

sjitturinn titturinn þær eru svo yndislegar og fallegar þessar myndir, maður finnur alveg rólegheitin og kyrrðina sem var á þessum tíma ahhh :)

smúds
Selmingur

Anonymous said...

sammála sela... allt svo easy og yndislegt e-ð...

Þú verður augljóslega að eignast almennilega græju fyrir þessar gersemar..

Augnablik said...

Jahá af myndunum að dæma var lífið ein allsherjar lautarferð með stöku partýi, tjaldferðalagi og bíltúrum út úr bænum...og ekki ljúga þær ;) Mætti ég annars biðja um svo fagran Citroen til að þeysast um á og jafnvel vagninn líka.
Næsta mál á dagskrá er að koma þessu gulli á disk og jafnvel pappír,ó já!
xxx

Ása Ottesen said...

Ahhh vá...Æðislegar myndir..Elska fötin, bílana, gulu A-tjöldin, og bara allt.

Love love love

Anonymous said...

Oh, þetta eru sko geggjaðar myndir.
já, lífið in the olden days var sko ekkert nema picknic og útilegur :)
tengdó eiga einmitt slidemyndir í hundraða tala og ég veit ekkert skemmtilegra en sitja heila kvöldstund með hvítvín við hönd og skoða þessar myndir, og þau eiga sko alvöru græju og þessu er bara varpað á heilan vegg og þá fyrst hefst stuðið hehe ....

Unknown said...

Santa María del Cielo!! Minningatripp um slóðir sem maður hefur aldrei komið á en finnst kannski samt að maður hafi verið á staðnum.

Skrítið og spennandi

Anonymous said...

Vá fallegar myndir, tók sérstaklega eftir gamla vagninum sem er nákvæmlega eins og sá sem Katla á heima í sveitinni hjá afa og ömmu, sá er 42 ára gamall og hún sefur svo yndislega vel í honum, finnur greinilega kyrrð og ró í honum eins og þessar myndir sýna.
Knús Ábba

Augnablik said...

Mhmm já þetta er sannkallaður fjársjóður..golden days. Ætli börnin manns eigi eftir að horfa á myndir af okkur í framtíðinni og upplifa sömu tilfinningu ;)
Alvöru slidesgræjur er nú eitthvað sem maður þyrfti að redda sér..ætli hinn mjög svo tæknivæddi smarttöfluskóli minn lumi kannski á eins og einni?
Já það passar einmitt að þessi dásemdarvagn sé jafngamall þínum fína,fína. Mamma veit samt ekkert um hann í dag búhúú
xxx
Ást og ylur

Anonymous said...

Vá, Kolla, þessar myndir eru sjúúúkar... mig langar líka að stökkva inn í þær :) Fófó

Anonymous said...

I гeally lіke what уou guys tend to be up toο.
This type оf clever work and coverage!

Keеp up the awеsomе worκs guyѕ I've included you guys to blogroll.

Feel free to surf to my webpage; newyorkneedsyou.Org

Anonymous said...

ӏ dοn't leave a leave a response, but after reading through a few of the responses here "Madre mia!". I do have 2 questions for you if it's okay.
Is it οnly me οr doеs it seem like а few of the respоnses comе acroѕs aѕ іf they arе written by brain dead folks?
:-P Αnd, if you are wгiting at additional social sіtes, I ωοuld like to κeep up wіth аnything new yοu havе to pοst.
Could you ρost a list of evеry one of your public siteѕ like your twitter
feeԁ, Faсebook page or linkedin
profile?

my blog рost - V2 Cigs Reviews

Anonymous said...

Hi there to every οne, sinсe I am tгuly eageг οf reaԁing this webpagе's post to be updated daily. It contains nice material.

Review my web-site - v2 cig review