Wednesday, March 11, 2009

Reykjavík síðdegis


Var svo heppin að fá heimboð síðdegis í dag til að fagna heimkomu góðvinkonu.
Þar voru nokkrar af mínum frábæru og eins og 6 stykki af litlum dýrum á ýmsum aldri. Eftir að við bættumst í hópinn voru þau áreiðanlega á við 60. Það er frekar nýtilkomið að Dýri minn verði feiminn við ókunnar og ekki svo ókunnar aðstæður og þegar ég segi feiminn meina ég auðvitað öskrandi tæpur og til í vesen. Ég átti þess vegna frekar samhengislaus samtöl framan af en þeim mun innihaldsríkari eftir því sem á leið ;) Systir hans undi sér hins vegar afar vel upp í risi og tók m.a. myndir í gríð og erg af öllu því fíneríi sem fyrir varð.
Set inn seríuna hennar innan skamms.

3 comments:

Anonymous said...

já yndi bindi og kósíheit :)
fallegar myndir að vanda kollus minn

Selma

Anonymous said...

mmmmm þú sérð fegurðina í hverju horni sætabrauðsdrengur... takk fyrir heimsóknina og já, ég átti von á ykkur í dag, Salka og ég ákváðum sko að þið mynduð koma aftur á morgun :)

X-Fóa feykirófa

Anonymous said...

Takk fyrir selskapinn kæru yndisfríðar,ávallt ánægjulegt og ég vil alltaf meira og meira.
Já Salka var líka alveg á því..það var þá ég sem sveik samkomulagið, usss vonda mamma.
Ertu komin í framboð?
xxx