Friday, March 13, 2009

Hver hefði trúað því?


Laugardagskveld eitt fyrir nokkru ákvað ég að setjast ein og sauma...bútasaumsteppi!
Aldrei hefði ég trúað því að það myndi gerast. Þegar ég hugsa um bútasaumsteppi (sem gerist ekki oft) sé ég fyrir mér eitthvað amerískt og kántrílegt..sem er náttúrulega í lagi en kannski ekki alveg minn tebolli.
Var svo að skoða danskt húsbúnaðarblað þegar ég sá mynd af svoo fínu og hressilegu bútarúmteppi að ég varð bara að prófa mína eigin útgáfu.
Allskonar efni sem ég hef sankað mér héðan og þaðan í gegnum tíðina fengu loks hlutverk. Gamlir kjólar, gull gardínan sem amma vafði utan um gömlu fallegu saumavélina sem hún gaf mér, meiri gardínur, rifflaðar buxur og bara allskonar.Allt bútað niður og raðað saman í einn litahrærigraut.
Alvöru bútasaumskonum sem reikna út og gera flókin mynstur, finndist þetta eflaust frekar lummó en ég er alsæl með það.
Og það sem er ennþá betra eigandinn er alsæl með það.
Kannski er þetta upphafið af bútasaumsmaníu minni...en bara kannski.

12 comments:

Dúnunefndin said...

Guðdómlegt! Ekki segja að þetta hafi tekið þig eina kvöldstund.

Anonymous said...

Aldeilis ekki eina kvöldstund.
Ég dundaði mér við þetta kvöld og kvöld í næstum 3 vikur.Þess á milli tröðkuðu krakkarnir,vinir þeirra og frænkur á því ;)
xxx

Ása Ottesen said...

Vá Kolla....Þetta er rosalega flott...Váááá!!

Anonymous said...

Eitt fallegasta bútasaumsteppi sem ég hef séð :) Ég er að rembast við mitt bútaprjónateppi og það verður líklegast tilbúið á þar næstu öld !!!
Ástarkveðja

Anonymous said...

Takk góðu.
Úúú Jóna hlakka til að sjá teppið þitt..það er ekkert svo langt í þar næstu öld. Annað sem er ekki langt í er umslag til þín ;D
Var einmitt að horfa á mynd sem gerðist í New York og huxaði svo mikið til þín. Hún heitir bella og er mui bella eins og þú*.Mæli með henni.
Mikil ást
xxx

Anonymous said...

Vá guðdómlega fallegt teppi..
Þú ert gullmoli mikill Kolfinnur minn
...og takk fyrir síðast, alltaf svo gaman að hittast og sprella:)

knúúúús,
Harpa Dögg

Augnablik said...

Takk;) Já og takk sömuleiðis sprelli minn,gott að vera búin að endurheimta þig...áfram sprell!
Smúts
xxx

Anonymous said...

Þú ert snillingur Kolla... í alvöru sko!!!!... ég þyrfti eiginlega að panta svona fallegt teppi hjá þér í ágúst... þetta er bara fallegt. Nú er bara að skella sér í business... ekki satt?
Ætlaði líka að segja þér að ég er að fara á námskeið með myndavélina góðu 30. og 31. mars og 1. apríl. Fékk skólastjórann minn til þess að samþykkja að það væri snilldar endurmenntun :-)

Kv. Margrét

Augnablik said...

Já það er ekki seinna vænna að leggja inn pöntun á mínum snigilsvinnuhraða..kannski vinn ég mig upp í hraða með hverju teppi;) Annars er ég mest hissa á hvað mér fannst þetta róandi..var alveg viss um að verða alveg tjúlluð í skapinu við svona púslerí en var í staðinn alveg salíslök og afslöppuð.Afar þroskuð tupa.
Þú segir nokkuð...nú þarf ég bara að semja við minn skólastjóra um díl. Endurmenntun já,legg þetta á minnið ;)

Anonymous said...

Jeremías alveg hreint...
Þú ert ekkert að grínat með þetta Kolla mín..
Alveg hreint frábærlega fallegt og þú hefur gefið mér nýja sýn á bútasaum.. Einmitt alltaf verið e-ð allt annað en minn tebolli...
Takk fyrir það.. En það er án gríns eins og þú hafir fleiri klukkutíma í sólarhringnum en við hin..
Merkilegt alveg..

Anonymous said...

það er búið að segja allt sem segja þarf, hverju get ég bætt við?

geggjað!
þú ert bara innblástur kolla mín fyrir stúlkur(ekki konur) eins og mig sem fá áhuga á að gera meir af allskonar fallegu í höndunum :)

knúsar
Selmi

Anonymous said...

Gaman Lára,nú er þetta okkar tebolli.Ég sef líka minna en flestir þó ég nýti vökustundirnar ekkert endilega alltaf til uppbyggilegra verka.Er samt að taka mig á ..í því að fara fyrr að sofa þ.e.a.s ;)

Við erum og verðum alltaf stúlkur kópurinn minn og áfram þú og fallegt í höndunum*
xxx