Í gömlu íbúðinni okkar bjuggum við svo vel að hafa frábæran garð og matjurtagarð (sandkassa með mold og fræjum).
Það er svo ótrúlega gaman að gróðursetja og dútla sér í garðvinnu (finnst mér)...í sínum eigin garði,ekki unglinga eða bæjarvinnu.
Eyddi ófáum stundum og sumarnóttum í garðinum því það er sko best!
Nú læt ég mig dreyma um hvað skal rækta í sumar...mmm litirnir.
Get ekki beðið.
No comments:
Post a Comment