Monday, March 9, 2009
Hæ gæs!
Ég var aðeins að plata þegar ég sagði að við hefðum bara farið í dýragarðinn og bakarí.
Við gáfum líka öndum,gæsum,dúfum og öllum þeim sem vildu brauð. Fuglarnir í grasagarðinum eru mun dannaðri en miðbæjarfuglarnir verð ég að segja. Ekkert glefs og hvæs og engvir mávar. Með eindæmum kurteisir í alla staði.
Fengum svo smá hlýju og smakk af vorinu í gróðurhúsinu (Café Flóru).
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
4 comments:
Hæ gæs, eða hæ gjæs :)
já, það hlaut að vera, maður hefði aldrei getað tekið svona fína sundfitanærmynd af gæsunum í miðbænum.
Alltaf svo yndislegt að koma í grasagarðinn og fá sé smá hlýju í kroppinn á flóru, elska alveg þetta kaffihús.
Nei fyrr hefðu þær bitið af manni hausinn...Ef mávarnir hefðu ekki náð því á undan. Já Grasagarðurinn er sko yndi,var einu sinni að vinna þar um sumar í afar góðu veðri mmmm.
Það var lokað á kaffihúsinu sem er held ég örugglega bara starfandi á sumrin en það er samt alveg hægt að hlýja sér þar og dást að fínum blómum.
xxx
Mmmm þessar myndir eru hressandi. Já fuglarnir í miðbænum ertu frekar æstir og gráðugir. Hlakka til vorsins, já já já...Mmmmmmm
Mjááá hlakka svo til vorsins með betri tíð og blómum í haga!!
xxx
Post a Comment