Thursday, March 26, 2009

Fyrir augað









Söfnunarárátta er árátta að mínu skapi.
Dag einn í Baxalandi ákváðum við að prófa að fara á strönd sem væri aðeins lengra frá en venjulega. Þegar við fjelskyldan komum upp úr Metróinu blasti þessi moli við. Búð troðfull af góssi,fyndnu,fallegu og gömlu drasli sem var einmitt eins og ég vil hafa það. Samferðafólk mitt hafði hinsvegar hvorki þolinmæði né þroska í svona vitleysu svo ég mátti til með að hlífa þeim, viðkvæmu blómunum sem þau eru. Fór því frekar hratt yfir sögu og tók myndir af því sem fyrir augu bar. Ég var staðráðin í því að koma aftur í góðu tómi með allan tíma í heiminum.
Ég kom aldrei aftur...en ég á myndirnar til að ylja mér við þangað til.

2 comments:

Fjóla said...

ú já, þetta er sko fyrir augað, algjör konfektkassi þessar myndir þínar.
elska þessa síðu þína alveg upp í topp :*

Augnablik said...

Takk moli;
Kozzar
xxx