Thursday, March 5, 2009

Barabingbarabúmm






Var komin með smá leið á martraðardúkkunum.
Tölvan var berstrípuð af þess tilgerðum tölvunarfræðingi. Hún er öll svo miklu hressari og nú er líka til afrit af öllum skrilljón myndunum.
Annað í vikunni...skemmdi uppáhalds gallabuxurnar mínar þegar ég settist í poll af silfurlitaðri málningu, labbaði út úr pallatíma þegar ég fattaði að ekkert hafði breyst síðan 93..þ.e.a.s. ég hef ekkert þroskast og líður ennþá mjög svo óþægilega inn á líkamsræktarstöðvum, borðaði mikið af kökum, fór í afmæli í joggingalla og háum hælum og borðaði dýrindis jólamat á sama stað, hlustaði á dóttur láta sig dreyma um kisu á hverjum degi í sex ára afmælisgjöf, nátthrafninn svaf miiikið á kvöldin sem var skrýtið en mér er sagt að fólk þurfi að sofa til að lifa, tók óvenjufáar myndir, bjó til tugi blóma úr pokum og rörum, klæddist leðurhönskum og blómakjól á sama tíma og bara allskonar eitthvað og ekkert.

4 comments:

Anonymous said...

Vá, bara mikið búið að vera að gerast hjá þér ......
Verð að vera sammála, finnst kisan nú mun fegri en allar krípi dúkkurnar :)
Ætli þið á árshátíðina ???

(word : emess, ætlaði einmitt að hafa ís í eftirrétt í kvöld híhí )

Anonymous said...

Ehhe sei,sei já;)
Geri ekki ráð fyrir því en allt getur gerst...en þið?

Mér finnst samt Kjörís betri en vesturbæjargamlikaldi er laaangbestur!
xxx
Ást og kossar

Anonymous said...

Nei, við ætlum ekki að fara, veðrum reyndar í bænum þessa helgi en vorum bara löngu búin að gera önnur plön áður en þessi árshátíð kom inn á borð.
Steini og Ása verða í bænum þessa helgi líka og voru nú e-ð að viðra þá hugmynd að hittast og fá sér í aðra tánna, en það er víst bara hugmynd ennþá ....
Ætlaði að reyna að gabba þig kannski með mér á laugardeginum á ljósmyndasýninguna í Gerðubergi og kannski í Koló eða e-ð á eftir, hvernig líst þér á þá hugmynd ???

Anonymous said...

Já,já gleymum bara þessari árshátíð, ekkert þangað að sækja.
En óóó hvað ég er mikið til í laugardagsplanið..þarft sko ekkert að gabba mig;D
xxx