Saturday, January 31, 2009
Appelsína talandi
Fyrir jól keypti ég forkunnafagurt ljós í barnaherbergið og drykkjarmál í ofsa fínum umbúðum.
Í dag nældi ég mér í vespudúkku sem einnig var fagurlega innpökkuð. Á sama stað fékk ég fjólubláan fatalit til að fríska upp á jakkann minn.
Get ekki beðið með að lita öll fötin mín fjólublá.
Friday, January 30, 2009
Langt í land
Hitti eina góðvinkonu í kaffi í dag.
Eina af þessum sem er svo ótrúlega gaman að spjalla við um allt og ekkert.
Fékk mér tvöfaldan latte (mhmm ég varð, því kaffistúlkan sagðist eiginlega bara gera þá tvöfalda). Ég get fullvissað mig og aðra um að ég á langt í land með að teljast atvinnukaffidrekkari.
Keeemur... eins og íþróttabullurnar segja alltaf ef maður er ógisslega lélegur og ég er jú alltaf í íþróttunum,ehhh.
Fjólublátt ljós...
Wednesday, January 28, 2009
Myndastand...ur
Á fimmtudögum kenni ég yngstu krökkunum í skólanum smíði þegar almennum skóladegi er lokið.
Þau eru svo einlæg og fyndin og spennt. Í fyrsta tímanum eftir jól ákvað ég aldrei þessu vant að leyfa þeim að leira frjálst með sjálfharðnandi leir. Allir fengu jafnstóra kúlu og máttu gera það sem þeim datt í hug. Það kom ýmislegt út úr því, m.a. gsm símar, dúkkurúm hundaskál, kertastjaki, snúðar og fleira smálegt. Einn var samt í stökustu vandræðum og datt ekkert í hug að gera. Hann vöðlaði leirnum fram og aftur og kvartaði yfir því að hafa ekki hugmynd um hvað hann ætti að gera úr honum. Næst þegar ég leit á hann sagði hann sigri hrósandi að hann væri búin að ákveða sig..."þetta er sko svona myndastandur og mamma getur bara hengt myndina hérna ef hún vill"
Það besta er að mamma hans er kennari í skólanum.
Ég get ekki beðið eftir sjá hvernig hann málar gripinn en hlakka samt mest til þegar hann fer með hann heim. Hann fær kennaratyggjó með.
Monday, January 26, 2009
Trans dans
Ég var að púsla með stelpunni minni á laugardaginn þegar hún segir einlægt og upp úr þurru:
"Ég vil að bankakreppann hætti".
Ég: "Hmm bankakreppa, hver var að segja þetta orð?"(reyni að vera voða slök en áhugasöm)
Hún:"Ég bara heyrði það sjálf"
Ég: Nú, hvar?
Hún: "Í sjónvarpinu og þá var sagt að bankakreppan og ríkisstjórnin ættu að hætta..hvað er ríkisstjórn"?
Ég: "Það eru þau sem stjórna landinu".
Hún (mjög ákveðið): "Það er gott hún sé að hætta"
Ég: "Nú"?
Hún: "Aþþí það er alltaf verið að segja að hún sé ekkert að stjórna vel"
Þögn.
Hmmm og ég sem hélt að við værum svo dugleg að halda henni frá þessu öllusaman. Hún vill fá útskýringar á öllu, alltaf. Hún er líka viðkvæmt blóm sem er tiltölulega nýhætt að vera hrædd við vind.
Hér með sýni ég henni bara eitthvað svona sem fær mann til að langa að læra alla dansa í heiminum.
Það er ekkert grín að vera 5 ára.
"Ég vil að bankakreppann hætti".
Ég: "Hmm bankakreppa, hver var að segja þetta orð?"(reyni að vera voða slök en áhugasöm)
Hún:"Ég bara heyrði það sjálf"
Ég: Nú, hvar?
Hún: "Í sjónvarpinu og þá var sagt að bankakreppan og ríkisstjórnin ættu að hætta..hvað er ríkisstjórn"?
Ég: "Það eru þau sem stjórna landinu".
Hún (mjög ákveðið): "Það er gott hún sé að hætta"
Ég: "Nú"?
Hún: "Aþþí það er alltaf verið að segja að hún sé ekkert að stjórna vel"
Þögn.
Hmmm og ég sem hélt að við værum svo dugleg að halda henni frá þessu öllusaman. Hún vill fá útskýringar á öllu, alltaf. Hún er líka viðkvæmt blóm sem er tiltölulega nýhætt að vera hrædd við vind.
Hér með sýni ég henni bara eitthvað svona sem fær mann til að langa að læra alla dansa í heiminum.
Það er ekkert grín að vera 5 ára.
Sunday, January 25, 2009
Áfram Ísland!
Friday, January 23, 2009
Allt í lagi?
Þetta eru skrýtnir tímar ,stórbrotnir,sögulegir.
Síðustu dagar hafa verið ótrúlegur tilfinningarússíbani fyrir flesta landsmenn. Ég hef verið svo ótrúlega meyr, fengið gæsahúð hvað eftir annað, tárast,orðið pirruð, reið,tóm, tvístígandi og ringluð en líka stolt.Ég fæ líka oft störu, er þreytt og akkúrat núna er ég með fjörfisk í auganu..sem er soldið sækólegt.
Stundum fæ ég samviskubit og hnút í magann að hafa það samt svona miklu betra en langflestir í heiminum. Hugsa með mér að þrátt fyrir allt og allt erum við heppin en í sömu andrá er mér hugsað til þeirra sem eru að missa allt og hvað þetta er mikið fokking klúður.
Ég var að hlusta á rás 2 síðdegis í dag og þar var dálítið áhugaverður pistill Guðmundar Pálssonar. Hann talaði um að það væri skrýtið á þessum tímum að enginn þeirra sem eiga að heita leiðtogar þessa lands stigi fram og stappaði stáli í fólkið í landinu. Segði því að það myndi birta til um síðir og að allt tæki enda, við værum sterk, við gætum þetta og svo framvegis. Maður á það til að trúa því að það sem maður er að upplifa hverju sinni taki ekki enda.Fólk er reitt,hrætt og ráðþrota. Þegar allt var í uppsveiflu fannst fólki það geta allt,sigrað heiminn,átt hann jafnvel og það væri ekkert sem gæti stoppað það...þetta væri bara svona. Þó svo að manni finnist erfitt að sjá fram úr þessu í dag þá trúi ég því að betra taki við handan við hornið. Það getur vel verið að það þyki barnalegur og einfaldur hugsunarháttur en ég trúi því.Auðvitað.
Það væri samt ekki verra að einhver segði mér það stundum.
Þangað til geri ég það bara sjálf.
Thursday, January 22, 2009
Heilög
Mér var boðið í skírn á sunnudaginn.
Raunar tengdist ég fjölskyldunni ekki neitt fyrir utan að hafa verið að vinna með mömmunni fyrir löngu og foreldrum hennar núna. Þau eru frá Filippseyjum og það hefur tíðkast hjá þeim í gegnum tíðina að bjóða frekar mörgum í veislur og ekkert endilega bara þeim sem þau þekkja mjög vel. Mér fannst það áhugavert og var forvitin. Kaþólskar skírnir eru mun..hvað á ég að segja.. ítarlegri en ég hef vanist. Heilt hefti af upplýsingum og allt í gangi. Áhugavert.
Wednesday, January 21, 2009
Kveðjugill
Monday, January 19, 2009
Mokka....
Laugardagseftirmiðdagur á Mokka.
Þökk sé konunni sem nappaði borðinu okkar á Súfistanum. Kommon.. Salka reddaði því og allt. Konan sem var á því kinkaði kolli, brosti góðlega og benti okkur á að koma. En aþþí við erum svo dönnuð og ákváðum að standa örlítið álengdar á meðan hún stóð upp, kom önnur og byrjaði að gera sig líklega til að setjast sem hún og gerði. Ja hérna.."hún tók borðið okkar" sagði ég..."er röðin ekki alltaf hinum megin?" sagði hún og pantaði sér möffins. Pff!
Talandi um lúxusvandamál, mér verður hálf illt. Ég vorkenndi okkur sko ekki neitt. Við vorum bara óræð eins og myndirnar á Mokka í staðinn...iiii.
Sunday, January 18, 2009
Rykfallið
Ég keypti poka með allskyns pöddum,risaeðlum,kakkalökkum,hestum og svínum í hinum góða hirði handa syninum. Uppáhaldið hans er górillan og risakóngulóin. Annars var hann yfir sig glaður með þetta allt saman. Soldið spes samt að sofa með kakkalakka og kóngulær í rúminu sínu.
Tvíburatrúðarnir fengu að fylgja með í kaupunum..mér fannst þeir góðlegir. Kannski er ég að komast yfir fælnina?Ég verð búin að panta látbragðsleikara í næsta afmæli áður en ég veit af. Krakkarnir fengu að baða fenginn þegar ég var búin að sjóða. Ekki varð gleðin minni þegar það mátti loksins brjóta rykfallið piparkökuhúsið.Mmmmm.
Thursday, January 15, 2009
Meira dududu meira....!
Subscribe to:
Posts (Atom)