

Ég get verið ótrúlega mikill sökker fyrir te-i sérstaklega í þá daga fyrir ekki svo ýkja löngu þegar ég drakk ekki kaffi. Þá átti ég allar heimsins tegundir af tei..hressandi, slakandi, hreinsandi, fegrandi, andoxunaraukandi, kolefnisjafnandi og allt hvaðeina.
Nú er ég smám saman að rifja upp te taktana og á orðið dágott safn af allskyns fíneríi. Mér finnst líka svo ljómandi að lesa hvað hvert og eitt á eftir að breyta lífi mínu stórkostlega til hins betra.
Yogi tepakkinn er annars fáránlega fagur að innan án þess að ég ætli mér að gera lítið úr Clipper*