Sunday, August 22, 2010

Sælir eru einfaldir...






Ég hef átt fatalit í fórum mínum í langan tíma en fannst það hljóta að þurfa að vera pínu vesen að standa í því að lita flíkur upp á nýtt.
Dag einn fyrir nokkru taldi ég í mig kjark og hófst handa. Til að gera langa sögu stutta þá var það ógeðslega gaman og ég bölvaði sjálfri mér fyrir að eiga ekki meira hvítt og langaði helst að lita allan fataskápinn upp á nýtt.
Leiðbeiningar hér.

7 comments:

wardobe wonderland said...

Vá hvað þetta er fallegt hja þér, yndislegir litir!

-alex

begga said...

oh en æðislegt :)

ólöf said...

snilld! fallegir litir og sniðug að rífa þig af stað í þetta. Ég á líka nnars svona "baby" herðatré..gaman..en já, skemmtilegt process og myndirnar æði:) svo skillst mér að líka sé hægt að lita flíkur með kool aid og rauðvíni:P

Augnablik said...

Takk, já ég var ofsa hamingjusöm með þetta og fannst þetta svo vandræðalega skemmtilegt;)
Næsta mál á dagskrá er að prófa kool aid og rauðvín...svo hef ég líka spáð í rauðkáli*

Fjóla said...

Ég held þú hefðir átt að verða handavinnukennari í stað smíðakennara :) Þá hefði ég sko verið til í að vera í þínum tímum og gera alls konar svona fallegt og skemmtilegt :) Ætla klárlega að fjárfesta í svona skemmtilegum litum þegar ég kem næst í bæinn og föndra e-ð skemmtilegt :)
Dásamlega fallegt hjá þér elsku Kolla***

The Bloomwoods said...

Alveg geðveikt flott gula mussan!
og ég á líka svona herðatré haha ; )

V

Augnablik said...

Haha takk Fjóla mín*
Ég held ég hafi hvorki taugar né hæfileika í handavinnukennarann...tek hattinn ofan fyrir þeim sem höndla það og gera það vel;)
Já mussan kom ótrúlega skemmtilega út...augljóslega heitasta herðatréð í den*