Tuesday, August 24, 2010

Plan BÉg átti ef til vill ekki menningarlegasta daginn á laugardag en góður var hann.
Planið var að fara á allskyns markaði og uppákomur og taka fullt af myndum af öllu sem fyrir augu bæri. Í staðinn dáðumst við af borginni í hæstu hæðum, ráfuðum nokkurnveginn stefnulaust, fórum á tónleika, hittum vini, borðuðum hamborgara, ég óskaði mér að ég væri í pelsgalla, tók eiginlega engar myndir og enduðum svo í súzíáti í heimahúsi fram á nótt...lét mér nægja að ímynda mér flugelda og glimmer*

3 comments:

Anonymous said...

Takk fyrir skemmtilega menninganótt... alltaf jafn gaman að vera með ykkur öllum :) Salka gleymdi bleikum nammipela... við munum passa vel upp á hann þangað til næst :)

Kv. Margrét

Anonymous said...

stundum er bara plan B málið ...og aðallega það að gera sér grein fyrir því að plan A var ekki alveg að virka í það skiptið :)

glimrandi laugardagur í mínum augum amk.

**
Selurinn Snorri

Augnablik said...

Takk sömuleiðis Margrét,þetta var æði*
Ótrúlegt að hún skuli hafa skilið aðra eins gersemi við sig;)

Já hann var glimrandi góður þessi... ég er líka miklu meiri B manneskja hohoho
xxx