Tuesday, August 31, 2010

Markaðsglens
Við mæðginin skruppum á útimarkað íbúasamtaka Laugardalsins á laugardaginn.
Ég hef aldrei nokkurn tímann séð annan eins fjölda fólks samankomin til að selja á útimarkaði á Íslandi. Útlandastemmning.
Ég flaskaði algjörlega á því að vera með nægilega mikið reiðufé á mér en gat þó nurlað saman fyrir fuglastyttu, dúk og möppu stútfullri af undurfögrum glansmyndum á slikk.

8 comments:

Anonymous said...

neiiii, ég trúi þér ekki! ég dó einmitt þegar ég sá JÚ VITI MENN - fuglastyttuna og glansmyndamöppuna ó mæ þvílík heppni að hafa nælt sér í það góss :)

great minds Kolla mín ;)
***

Selskinn

Augnablik said...

Hehe já mikil endemis heppni sem það nú var*
Annars var svo ótrúlega mikið til sölu að það var erfitt að sjá trén fyrir skóginum.Ég hefði samt geta nælt mér í fullt í viðbót...koma tímar;)
xxx

Viktoría said...

váááá fallegt, af hverju vissi ég ekki af þessum markaði! fer næst:)

wardobe wonderland said...

Þvílíkar gersemar! frábær fuglastytta og dásamlegur dúkur!

Vá hvað ég hefði kíkt á þennan markað!

-alex

Augnablik said...

Já það var ótrúlega margt fínt í boði innan um. Ég dýrka þessa markaðsstemmningu sem er út um allt...næstu helgi verður skottmarkaður í hlíðunum;)

The AstroCat said...

Ahhh þessi markaður var æði. Ég keypti mér stuttann jakka og fullt af dúllerí. Mamma missti sig næstum því henni fannst þessi markaður svo æðislegur. Litli bróðir minn sem er á gelgjuni var ekki alveg að finna sig þarna á meðan við mæðgurnar flippuðum. Það voru svo miklar gersemar til sölu á þessum markaði. Ætla pottþétt aftur á næsta ári:)

Augnablik said...

Ég átti einmitt ekki von á þessu, hélt að þetta væri bara sulta og kannski eitthvað smá en þetta var svo ótrúlega mikið. Sonur minn var líka rosa heppinn að fá gefins vélmenni þegar mamman var búin að eyða öllu klinkinu;)

Hildur Yeoman said...

Vá en fallegt, ég var alveg viss um að myndirnar væru frá útlandamarkaði :) Eins gott að fara á þennan næst!
Til hamingju með góssið.