Wednesday, August 11, 2010

Nr.23 í gulum náttkjól í blöðrulandi








Vika 23.
Mig er búið að langa í fagurgulan kjól í þónokkurn tíma.
Ég hef átt þennan náttkjól langalengi en hann var svo fölgulur að hann fór mér engan veginn.
Þá brá ég á það ráð að handlita hann og er hæstánægð með útkomuna.
Nú finn ég sterk spörk út um allt og kröftugri með hverjum deginum sem líður*

6 comments:

Ása Ottesen said...

Þessi guli litur fer þér einstaklega vel verð ég að segja. Yndislegar myndir Kolur minn.
knús í poka

ólöf said...

ji
þú ert næstum því asnalega sæt:)

flottur síður toppur og flétta:) og velheppnuð litun á þessum kjól;) alls ekki áberandi að þetta sé náttkjóll..:) og gulur fer þér bara nokkuð vel;) sennilega ertu svipuð og ég, en ég er með ljósa húð og dökkt hár og fölgulur fer mér ekki vel..haha

Augnablik said...

Takk elsku Ása mín*
Liturinn er eiginlega dekkri en myndirnar gefa til kynna.
Og takk Ólöf ég roðna nú bara niður í tær;)
Ég er sjúk í náttkjóla og geng í þeim...jafnvel þótt þeir séu náttkjólalegir hehe
***

Fjóla said...

Yndislega ertu sæt, þó þú sért í gulu :) Gulur er nú ekki litur allra en það er greinilega þinn litur, náttkjóll eða ekki, fínn er hann :)
xoxo

Augnablik said...

Hehe já ég held að gulur sé e.t.v. liturinn sem flestir hræðast að klæðast og líkar jafnvel ekki við en ég hef lært að elska hann...með tímanum;)
xxx

manuscript72 said...

Your photos always find a way to make me smile. thank you.